Listasafn Reykjavíkur er stolt af því að tilkynna um veglegan styrk úr Safnasjóði, svokallaðan Öndvegisstyrk, að upphæð 12 milljónir króna. Öndvegisstyrkir eru veittir viðurkenndum söfnum til stærri verkefna sem taka til 2ja-3ja ára.
Listasafn Reykjavíkur er stolt af því að tilkynna um veglegan styrk að upphæð tíu milljónir króna úr Lofslagssjóði til verkefnisins North Atlantic Triennial.
Safnverslun Listasafns Reykjavíkur hefur opnað dyr sínar á veraldarvefnum og bjóðum við áhugasama hjartanlega velkomna að skoða vöruúrvalið. Slóðin er https://verslun.listasafnreykjavikur.is/
Listasafn Reykjavíkur hlaut í dag sérstaka viðurkenningu Myndlistarráðs fyrir röð veglegra sýningaskráa sem gefnar hafa verið út í tilefni yfirlitssýninga á verkum listamanna hafa á heilsteyptum ferli sínum skilað markverðu framlagi til þróunar íslenskrar listasögu.