Fréttir

Hallgrímur Helgason

Við opnun yfirlitssýningarinnar Hekla Dögg Jónsdóttir: 0° 0° Núlleyja laugardaginn 18. nóvember var tilkynnt að næsti listamaður til að taka þátt í yfirlitssýningu á Kjarvalsstöðum verður Hallgrímur Helgason en sýningin verður opnuð að haustlagi árið 2024.

Forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid koma í opinbera heimsókn til Reykjavíkur á fimmtudaginn, 23. nóvember. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og eiginkona hans, Arna Dögg Einarsdóttir, taka á móti forsetahjónunum í Ráðhúsi Reykjavíkur og munu fylgja þeim vítt og breitt um borgina.

Haraldur Jónsson - Ljósmynd: Baldur Kristjánsson

Billboard, sem rekur auglýsingaskjái í strætóskýlum og víða á höfuðborgarsvæðinu, efndi í haust til opinnar samkeppni um myndlistarverk í almenningsrými í samstarfi við Listasafn Reykjavíkur og Y gallery. Dagana 1.– 3.

Útilistaverkið Fyssa eftir Rúrí sem stendur í Laugardal hefur glatt gesti Grasagarðsins í sumar en líkt og síðustu ár að þá er Fyssa virk á sumrin en fær hvíld á veturna. Slökkt verður á verkinu fimmtudaginn 26.

Rannsóknarstaða

Listasafn Reykjavíkur auglýsir lausa til umsóknar tímabundna rannsóknarstöðu fyrir árið 2024 sem fjalla skal um hlut kvenna í íslenskri listasögu. Með rannsókninni gefst tækifæri til að skoða hlut einstaka kvenna í sögulegu samhengi en einnig hópa eða kvenna inn

Viðburði vegna tendrunar Friðarsúlunnar í Viðey, mánudaginn 9. október, hefur verið aflýst vegna veðurs.

Viðburði vegna tendrunar Friðarsúlunnar í Viðey, mánudaginn 9. október, hefur verið aflýst vegna veðurs.

Glerlistaverkið Glerdrekinn eða „Blái drekinn“ eftir Leif Breiðfjörð er komið heim. Verkið, sem verið hefur í safneign Listasafns Reykjavíkur frá árinu 1985 var upphaflega pantað fyrir Kjarvalsstaði en fékk heimili í Borgarleikhúsinu eftir vígslu leikhússins. 

Frá og með 2. október verður Ásmundarsafn opið alla daga frá kl. 13-17 og því komin vetraropnun á safnið.

Yfirstandandi sýning í Ásmundarsafni er Mentor: Ásmundur Sveinsson og Carl Milles og stendur sýningin fram til áramóta.