Listasafn Reykjavíkur – Ásmundarsafn stendur við Sigtún í Laugardal. Í Ásmundarsafni eru reglulega sýningar á verkum Ásmundar Sveinssonar (1893-1982) ásamt verkum núlifandi listamanna.
Ásmundur var einn af frumkvöðlum höggmyndalistar hér á landi og hannaði bygginguna að mestu leyti sjálfur á árunum 1942-1959. Í garðinum við safnið er að finna mörg verka Ásmundar sem hafa verið stækkuð eða unnin sérstaklega til að standa utandyra.
Frá maí til september er Ásmundarsafn opið 10:00–17:00 en frá október til apríl 13:00–17:00.
Opnunartími um páska
Listasafn Reykjavíkur er lokað á páskadag, aðra daga er opið samkvæmt venju.
Inngangur
Gengið er inn um dyr þar sem hurðin opnast sjálfkrafa inn, lágur þröskuldur. Þegar inn er komið blasir við móttaka og safnbúð á vinstri hönd.
Bílastæði
Fjölmörg bílastæði eru framan við Ásmundarsafn.
Reiðhjól og skútur Hjólastandar eru fremst í garðinum austan megin, vinstra megin.
Almenningssamgöngur
Strætisvagnar nr. 2 – 5 – 15 – 17 – 14 – 4.
Barnakerrur
Í Ásmundarsafni er hægt að geyma barnavagna. Stórir barnavagnar eru ekki leyfðir í sýningarsölunum af öryggisástæðum.
Fatahengi og læstir skápar
Fatahengi er fyrir aftan móttökuna, gengið upp nokkrar tröppur, og þar eru líka læstir skápar fyrir töskur og bakpoka. Barnavagnar, bakpokar, stórar töskur, regnhlífar og aðrir fyrirferðarmiklir hlutir eru ekki leyfðir í sýningarsölunum af öryggisástæðum.
Salerni
Ókyngreind salerni eru við stigann á móti fatahenginu. Salerni til hægri er ætlað hreyfihömluðum.
Lyftur
Lyfta fyrir hjólastóla er úr móttöku og upp í fatahengi. Enn er ekki komin lyfta niður í sýningarsal. Vinsamlega biðjið starfsfólk í móttöku um aðstoð við að fara inn í sýningarsali um hliðardyr.
Aðstaða
Sýningarnar breytast reglulega en gera má ráð fyrir stólum í sýningarsölum. Í Ásmundarsafni er nestisaðstaða í anddyrinu hjá móttökunni. Þar er boðið upp á kaffi og vatn.
Leiðsagnir
Reglulega eru haldnar leiðsagnir í Ásmundarsafni og eru þær auglýstar sérstaklega. Starfsmenn safnsins taka vel á móti hópum eftir samkomulagi. Smellið hér til að fá upplýsingar um dagskrá safnsins.
Aðgengi í safninu
Gott aðgengi stuðlar að því að öll upplifi sig velkomin á Listasafn Reykjavíkur.
Hreyfihamlaðir
Sæmilegt aðgengi er að Ásmundarsafni. Lágur þröskuldur er um aðaldyr og lyfta úr anddyri upp í fatahengi þar sem salerni eru staðsett. Þaðan liggur stigi upp í Kúluna en engin lyfta.
Bílastæði fyrir hreyfihamlaða
Merkt bílastæði fyrir hreyfihamlaða er við Ásmundarsafn.
Hjólastólar
Ekki er hjólastóll í Ásmundarsafni.
Aðstaða
Sýningarnar breytast reglulega en gera má ráð fyrir stólum í öllum sýningarsölum. Salerni má finna í sama rými og fatahengið. Þar er salerni fyrir hreyfihamlaða.
Einhverfir og fólk með skynúrvinnsluvanda
Áreiti er misjafnt eftir hverri sýningu og starfsfólk móttöku safnsins getur upplýst gesti hverju sinni um hvernig sýningu megi búast við. Oftast er safnið rólegur staður til að heimsækja en stundum eru myndbandsverk með hljóði sem geta valdið áreiti. Lýsing í sölunum getur verið sterk og er stundum um flúrlýsingu að ræða. Uppi í Kúlunni er hljóðvist sérstök og getur verið óþægileg.
Róleg rými
Ásmundarsafn er oftast rólegur staður. Hægt er að setjast niður við borð í anddyrinu.
Leiðsagnir
Listasafn Reykjavíkur er reglulega með sérstakar leiðsagnir fyrir fólk með einhverfu eða skynúrvinnsluvanda. Þá er áreiti á sýningum aðlagað með þarfir hópsins í huga (t.d. ljós og hljóð).
Blindir og sjónskertir
Gengið er inn í safnið á jarðhæð. Engir þröskuldar eru á inngangi og opnast dyr sjálfkrafa. Lyfta er á jarðhæð hússins, á móti stiganum sem er fjær innganginum inn í safnið.
Leiðsöguhundar
Leiðsöguhundar eru velkomnir í safnið.
Leiðsagnir
Reglulega er boðið upp á leiðsagnir fyrir blinda og sjónskerta á sýningarstöðum safnsins. Tímasetning hverrar leiðsagnar er auglýst með góðum fyrirvara.
Heyrnarskertir og heyrnarlausir
Reglulega er boðið upp á leiðsagnir á táknmáli á sýningarstöðum safnsins. Tímasetning hverrar leiðsagnar er auglýst með góðum fyrirvara.
Ýmsir hópar
Listasafn Reykjavíkur tekur á móti fjölbreyttum hópum og leitast af fremsta megni við að mæta þörfum þeirra. Meðal þeirra sem koma reglulega á safnið eru:
Ef þú hefur ábendingar varðandi aðgengi vinsamlega sendu okkur póst á listasafn@reykjavik.is
Skoða nánar