Safnið tekur á móti hópum af öllum stærðum og gerðum. Við bjóðum upp á leiðsagnir, námskeið og fræðsluerindi - sérsniðið að þörfum hvers hóps fyrir sig.
Vegna mikillar aðsóknar á leiðsagnir Hallgríms Helgasonar um sýninguna Usla á Kjarvalsstöðum bendum við fólki á að hægt er að bóka sérleiðsögn með listamanninum gegn gjaldi bæði á og utan opnunartíma safnsins.
Áhugasamir eru beðnir um að hafa samband við hopar.listasafn@reykjavik.is