Skipu­lagt félags­starf

Gestir fá leiðsögn í Ásmundarsafni

Athugið að boðið er upp á leiðsögn fyrir hópa eldri borgara og aðra hópa úr skipulögðu félagsstarfi þeim að kostnaðarlausu. Tekið er tillit til ólíkra þarfa gesta.

Til að panta leiðsögn fyrir hópa er hægt að senda okkur tölvupóst á hopar.listasafn@reykjavik.is eða hringja í síma 4116400.

Reglulega er boðið upp á leiðsagnir á táknmáli og fyrir blinda og sjónskerta á sýningarstöðum safnsins. Tímasetning hverrar leiðsagnar er auglýst með góðum fyrirvara.

Listasafn Reykjavíkur tekur á móti fjölbreyttum hópum og leitast af fremsta megni við að mæta þörfum þeirra. Meðal þeirra sem koma reglulega á safnið eru:

  • Klúbburinn Geysir
  • Hlutverkasetrið
  • Dagþjálfun fólks með heilabilun
  • Hópar á vegum Rauða krossins
  • Ljósið
  • Virknihópur Reykjalundar