Athugið að boðið er upp á leiðsögn með safnkennara fyrir hópa eldri borgara og aðra hópa úr skipulögðu félagsstarfi þeim að kostnaðarlausu á opnunartíma safnsins. Tekið er tillit til ólíkra þarfa gesta.
Til að panta leiðsögn fyrir hópa er hægt að senda okkur tölvupóst á hopar.listasafn@reykjavik.is eða hringja í síma 4116400.
Reglulega er boðið upp á leiðsagnir á táknmáli og fyrir blinda og sjónskerta á sýningarstöðum safnsins. Tímasetning hverrar leiðsagnar er auglýst með góðum fyrirvara.
Listasafn Reykjavíkur tekur á móti fjölbreyttum hópum og leitast af fremsta megni við að mæta þörfum þeirra. Meðal þeirra sem koma reglulega á safnið eru: