Hafn­arhús

Hafnarhús

Í Hafnarhúsi er lögð áhersla á sýningar á framsækinni list eftir viðurkennda innlenda og alþjóðlega samtímalistamenn.

Hafnarhúsið eru heimkynni Errósafnsins og þar má alltaf ganga að sýningum listamannsins vísum. 

Í almennum heimsóknum á Listasafn Reykjavíkur gildir aðgöngumiði í 24 klukkustundir svo hægt er að koma og fara í öll þrjú safnhúsin á þeim tíma; Hafnarhús, Kjarvalsstaði og Ásmundarsafn.

Hafnarhúsið er opið alla daga frá 10.00–17.00 og fimmtudaga til 22.00.

Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús stendur við Tryggvagötu 17.

Opnunartími um jól og áramót

  • Opið 26. des.: 13–17.00
  • Opið 31. des.: 10-14.00
  • Opið 1. jan.: 13-17.00
  • Lokað 24. og 25. des. 

Opnunartími um páska
Listasafn Reykjavíkur er lokað á páskadag, aðra daga er opið samkvæmt venju.

Yfirstandandi sýningar

Daníel og ljónin

Erró: 1001 nótt

Sjá meira
Listaverkið From Time To Time sýnir 6 innrammaðar myndir í tveim röðum. Miðjuramminn sýnir eldingu. Tvær myndir sýna óræðan hulinn hlut með hvítri ábreiðu.

Hreinn Friðfinnsson: Endrum og sinnum

Sjá meira

Heimsókn í safnið

Inngangur
Inngangur í Hafnarhús er frá Tryggvagötu. Þar er rennihurð sem opnast sjálfkrafa og er aðgengi án þröskulda. Þegar inn er komið blasir við móttaka á vinstri hönd. 

Bílastæði
Nokkur bílastæði eru bak við Hafnarhúsið Geirsgötumegin, aðgengileg frá Tryggvagötu. Einnig er fjöldi bílastæða í bílastæðahúsi á Hafnartorgi sem er aðgengilegt frá Geirsgötu og í bílastæðahúsinu Vesturgötu 7. Allt eru þetta gjaldskyld bílastæði á vegum Reykjavíkurborgar. 

Hjól og rafskútur
Hjólastandar eru í Grófinni við Borgarbókasafnið. 

Almenningssamgöngur
Strætisvagnar nr. 1, 3, 6, 11, 12, 13, 14. 

Barnakerrur
Í Hafnarhúsi er hægt að geyma barnavagna og fá lánaðar léttar kerrur. Stórir barnavagnar eru ekki leyfðir í sýningarsölunum af öryggisástæðum. 

Fatahengi og læstir skápar
Hægra megin við miðasöluna eru læstir skápar fyrir töskur og bakpoka. Barnavagnar, bakpokar, stórar töskur, regnhlífar og aðrir fyrirferðarmiklir hlutir eru ekki leyfðir í sýningarsölunum af öryggisástæðum. Fatahengi má finna inn af ganginum þar sem skáparnir eru. 

Salerni
Salerni má bæði finna á jarðhæð við miðasöluna og á 2. hæð við kaffiaðstöðuna. Salerni fyrir hreyfihamlaða eru vinstra megin við miðasölu á jarðhæð og á sama stað og hin salernin á 2. hæð. Salerning á 2. hæð eru ókyngreind.

Lyftur
Lyfta er á milli hæða safnsins, á móti innri stiganum á jarðhæðinni. 

Aðstaða
Sýningarnar breytast reglulega en venjulega má gera ráð fyrir bekk til að setjast á í öllum sýningarsölum. Ef ekki er bekkur eru kollar sem gestir geta beðið um í móttöku safnsins.  Á 2. hæð er aðstaða til að setjast niður og fá sér nesti og hvíla sig. Þar er venjulega kaffi og vatn í boði fyrir gesti. 

Fjölnotasalur
Á jarðhæð, til móts við Portið, er fjölnotasalurinn. Enginn þröskuldur er í fjölnotasalinn. 

Leiðsagnir
Reglulega eru haldnar leiðsagnir á einstökum sýningum og eru þær auglýstar sérstaklega. Starfsmenn safnsins taka vel á móti hópum eftir samkomulagi. 

Aðgengi í safninu

Gott aðgengi stuðlar að því að öll upplifi sig velkomin á Listasafn Reykjavíkur.

Hreyfihamlaðir
Gott aðgengi er fyrir hjólastóla í húsinu og á flestum sýningum. Gengið er inn í safnið á jarðhæð. Engir þröskuldar eru á inngangi og opnast dyr sjálfkrafa. Lyfta er á jarðhæð hússins, á móti stiganum sem er fjær innganginum inn í safnið. 

Hjólastólar
Einn hjólastóll er í boði, í fatahengi á jarðhæð. Frekari upplýsingar fást í móttöku safnsins.  

Bílastæði fyrir hreyfihamlaða
Tvö bílastæði fyrir hreyfihamlaða eru í Grófinni sem er vinstra megin við innganginn inn í Hafnarhúsið. 

Salerni
Salerni má bæði finna á jarðhæð við miðasöluna og á 2. hæð við kaffiaðstöðuna. Á 2. hæð eru salernin ókyndgreind. Salerni fyrir hreyfihamlaða eru vinstra megin við miðasölu á jarðhæð og á sama stað og hin salernin á 2. hæð. 

Einhverfir og fólk með skynúrvinnsluvanda
Áreiti er misjafnt eftir hverri sýningu og starfsfólk móttöku safnsins getur upplýst gesti hverju sinni um hvernig sýningu megi búast við. Oftast er safnið rólegur staður til að heimsækja en stundum eru myndbandsverk með hljóði sem geta valdið áreiti. Lýsing í sölunum getur verið sterk og er stundum um flúrlýsingu að ræða.   

Róleg rými
Á 2. hæð er aðstaða til að setjast niður og fá sér nesti og hvíla sig. Þar er kaffi og vatn í boði fyrir gesti. 

Leiðsagnir
Listasafn Reykjavíkur auglýsir reglulega sérstaka opnunartíma fyrir fólk með einhverfu eða skynúrvinnsluvanda. Þá er áreiti á sýningum stillt með þarfir hópsins í huga (t.d. ljós og hljóð). 

Félagsfærnisaga
Félagsfærnisaga þar sem farið er yfir heimsókn í Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús, frá því komið er að safninu og þar til farið er heim aftur.

Blindir og sjónskertir
Gengið er inn í safnið á jarðhæð. Engir þröskuldar eru á inngangi og opnast dyr sjálfkrafa. Lyfta er á jarðhæð hússins, á móti stiganum sem er fjær innganginum inn í safnið. 

Leiðsöguhundar
Leiðsöguhundar eru velkomnir í safnið. 

Leiðsagnir   Reglulega er boðið upp á leiðsagnir fyrir blinda og sjónskerta á sýningarstöðum safnsins. Tímasetning hverrar leiðsagnar er auglýst með góðum fyrirvara. 

Heyrnarskertir og heyrnarlausir
Reglulega er boðið upp á leiðsagnir á táknmáli á sýningarstöðum safnsins. Tímasetning hverrar leiðsagnar er auglýst með góðum fyrirvara. 

Ýmsir hópar
Listasafn Reykjavíkur tekur á móti fjölbreyttum hópum og leitast af fremsta megni við að mæta þörfum þeirra. Meðal þeirra sem koma reglulega á safnið eru: 

  • Klúbburinn Geysir 
  • Hlutverkasetrið 
  • Dagþjálfun fólks með heilabilun 
  • Hópar á vegum Rauða krossins 
  • Ljósið 
  • Virknihópur Reykjalundar 

Ef þú hefur ábendingar varðandi aðgengi vinsamlega sendu okkur póst á listasafn@reykjavik.is

Þjónusta

khl

Verðskrá

Sjá meira
nk

Fjölskyldur

Sjá meira
portið í hafnarhúsi með opið inn i fjölnotarými safnsins.

Salaleiga

Sjá meira

Safnhúsin

Ásmundarsafn

Ásmundarsafn

Sigtún 105
4116430
Opnunartímar
Maí til september 10:00–17:00
Október til apríl 13:00–17:00
Hafnarhús

Hafnarhús

Tryggvagata 17
4116410
Opnunartímar
10:00-17:00
Fimmtudaga 10:00–22:00
Kjarvalsstaðir

Kjarvalsstaðir

Flókagata 24
4116420
Opnunartímar
10:00–17:00

Ítarefni