Kjar­vals­staðir

Kjarvalsstaðir

Á Kjarvalsstöðum eru reglulega sýningar á verkum Jóhannesar S. Kjarvals (1885-1972) enda skipar hann sérstakan sess í íslenskri menningar- og listasögu sem einn ástsælasti listamaður þjóðarinnar fyrr og síðar.

Þar eru jafnframt sýningar á málverkum og skúlptúrum eftir nafnkunna innlenda og erlenda listamenn. 

Á Kjarvalsstöðum er opið alla daga frá 10.00 til 17.00. Síðasta fimmtudag mánaðarins er opið til 22.00.

Listasafn Reykjavíkur – Kjarvalsstaðir eru við Flókagötu 24.

Opnunartími um jól og áramót

  • Opið 26. des.: 13–17.00
  • Lokað 24., 25., 31. des. og 1. jan.

Opnunartími um páska
Listasafn Reykjavíkur er lokað á páskadag, aðra daga er opið samkvæmt venju.

Yfirstandandi sýningar

Paintings in a gallery.

Kjarval og 20. öldin: Þegar nútíminn lagði að

Sjá meira
Frá sýningunni Kviksjá: Íslensk myndlist á 20. öld, 2023.

Heimsókn í safnið

Inngangur
Gengið er inn um aðalinngang Flókagötumegin. Að dyrunum er rampur og hurðin opnast sjálfkrafa. Í dyragætt er þröskuldur sem starfsfólk setur ramp yfir eftir þörfum. Þegar inn er komið blasir móttakan við og safnbúð á hægri hönd. 

Bílastæði
Fjölmörg bílastæði eru framan við Kjarvalsstaði. 

Hjól og rafskútur
Hjólastandar eru í portinu fyrir miðju húsi. 

Almenningssamgöngur
Strætisvagnar nr. 13 – 1 – 3 – 6 – 11 – 18. 

Barnakerrur
Á Kjarvalsstöðum er hægt að geyma barnavagna og fá lánaðar léttar kerrur. Stórir barnavagnar eru ekki leyfðir í sýningarsölunum af öryggisástæðum. 

Fatahengi og læstir skápar
Við hlið safnbúðarinnar hjá móttökunni er fatahengi og þar eru líka læstir skápar fyrir töskur og bakpoka. Barnavagnar, bakpokar, stórar töskur, regnhlífar og aðrir fyrirferðarmiklir hlutir eru ekki leyfðir í sýningarsölunum af öryggisástæðum. 

Salerni
Salerni eru á gangi hægra megin við móttökuna. 

Lyftur
Kjarvalsstaðir eru á einni hæð. 

Aðstaða
Sýningarnar breytast reglulega en venjulega má gera ráð fyrir bekkjum í öllum sýningarsölum. Þá standa gestum til boða meðfærilegir safnakollar í móttöku sem hægt er að taka með undir hendinni og tylla sér á eftir þörfum.  Á Kjarvalsstöðum er veitingastaður sem selur bæði mat og kaffi. Þar er ekki nestisaðstaða en á góðviðrisdögum er hægt að borða eigið nesti úti á Klambratúni. 

Hugmyndasmiðjan
Hugmyndasmiðjan er barna- og fjölskyldustofa við hliðina á veitingastaðnum. Þar eru bækur, blöð, litir og ýmislegt fleira efni tengt sýningum hverju sinni. 

Leiðsagnir
Reglulega eru haldnar leiðsagnir á einstökum sýningum og eru þær auglýstar sérstaklega. Starfsmenn safnsins taka vel á móti hópum eftir samkomulagi.

Frá sýningunni, Andlit úr skýjum – mannamyndir Jóhannesar S. Kjarvals, 2022.

Aðgengi í safninu

Kjarvalsstaðir voru opnaðir almenningi árið 1973 þegar kröfur um aðgengi voru aðrar en í dag. Í dyrum við aðalinngang og í dyrum á milli kaffihúss og ports eru þröskuldar. Hjólastólarampar eru aðgengilegir á báðum stöðum.

Bílastæði fyrir hreyfihamlaða
Tvö bílastæði fyrir hreyfihamlaða eru beint fyrir framan aðalinngang Kjarvalsstaða. 

Hjólastólar
Einn hjólastóll er í boði til láns fyrir gesti og er í fatahengi. Frekari upplýsingar í móttöku safnsins.  

Aðstaða
Sýningarnar breytast reglulega en venjulega má gera ráð fyrir bekkjum í öllum sýningarsölum. Þá standa gestum til boða meðfærilegir safnakollar í móttöku sem hægt er að taka með undir hendinni og tylla sér á eftir þörfum.  

Salerni
Salerni er að finna á gangi hægra megin við móttökuna og þar eru jafnframt salerni fyrir hreyfihamlaða. Öll salernin eru ókyndgreind.

Einhverfir og fólk með skynúrvinnsluvanda
Áreiti er misjafnt eftir hverri sýningu og starfsfólk móttöku veitir fúslega upplýsingar um við hverju megi búast í sýningarsölum. Oftast er safnið rólegur staður til að heimsækja en stundum eru til dæmis myndbandsverk með hljóði sem geta valdið áreiti. Lýsing í sölunum er missterk eftir atvikum og stundum notuð flúrlýsing.   

Róleg rými
Á Kjarvalsstöðum eru sýningarsalirnir sjálfir rólegustu rýmin. Í miðrýminu er gjarnan meiri erill, tengdur kaffihúsi, móttöku og hugmyndasmiðju. 

Leiðsagnir
Listasafn Reykjavíkur auglýsir reglulega sérstaka afgreiðslutíma fyrir fólk með einhverfu eða skynúrvinnsluvanda. Þá er áreiti á sýningum stillt með þarfir hópsins í huga (t.d. ljós og hljóð). 

Félagsfærnisaga
Félagsfærnisaga þar sem farið er yfir heimsókn í Listasafn Reykjavíkur – Kjarvalsstaði, frá því komið er að safninu og þar til farið er út aftur. 

Blindir og sjónskertir
Gengið er inn um aðalinngang Flókagötumegin. Að dyrunum er rampur og hurðin opnast sjálfkrafa út á við. Ekki er hljóðmerki frá dyrum. Í dyragætt er þröskuldur sem starfsfólk setur ramp yfir eftir þörfum. Þegar inn er komið blasir móttakan við og safnbúð á hægri hönd. 

Leiðsöguhundar
Leiðsöguhundar eru velkomnir í safnið. 

Leiðsagnir
Reglulega er boðið upp á leiðsagnir fyrir blinda og sjónskerta á sýningarstöðum safnsins. Tímasetning hverrar leiðsagnar er auglýst með góðum fyrirvara. 

Heyrnarskertir og heyrnarlausir
Reglulega er boðið upp á Döff-leiðsagnir á táknmáli á sýningarstöðum safnsins. Tímasetning hverrar leiðsagnar er auglýst með góðum fyrirvara.    Ýmsir hópar
Listasafn Reykjavíkur tekur á móti fjölbreyttum hópum og leitast af fremsta megni við að mæta þörfum þeirra. Meðal þeirra sem koma reglulega á safnið eru: 

  • Klúbburinn Geysir 
  • Hlutverkasetrið 
  • Dagþjálfun fólks með heilabilun 
  • Hópar á vegum Rauða krossins 
  • Ljósið 
  • Virknihópur Reykjalundar
  • Ýmsir starfsmannahópar 

Ef þú hefur ábendingar varðandi aðgengi vinsamlega sendu okkur póst á listasafn@reykjavik.is  

Þjónusta

khl

Verðskrá

Sjá meira
nk

Fjölskyldur

Sjá meira
portið í hafnarhúsi með opið inn i fjölnotarými safnsins.

Salaleiga

Sjá meira

Safnhúsin

Ásmundarsafn

Ásmundarsafn

Sigtún 105
4116430
Opnunartímar
Maí–september 10:00–17:00
Október–apríl 13:00–17:00
Hafnarhús

Hafnarhús

Tryggvagata 17
4116410
Opnunartímar
10:00-17:00
Fimmtudaga 10:00-22:00
Kjarvalsstaðir

Kjarvalsstaðir

Flókagata 24
4116420
Opnunartímar
10:00-17:00