Verð­skrá

Aðgangsmiðar gilda í sólarhring í öll hús safnsins.

Fullorðnir: 2.430 kr.

Námsmenn: 1.500 kr.

Yngri en 18 ára: Frítt

Öryrkjar: Frítt

Árskort: 5.950 kr.

Árskort +1: 8.950 kr.

Árskort 18–28 ára: 4.130 kr.

Hópar 10+: 1.500 kr.

Árskort Listasafns Reykjavíkur veitir frían aðgang að öllum sýningum og viðburðum á vegum safnsins, nema annað sé tekið fram. Árskortið veitir einnig 10% afslátt í safnverslunum Listasafns Reykjavíkur og 5% afslátt á veitingastaðnum á Kjarvalsstöðum. Reglulega er boðið upp á sérleiðsagnir fyrir árskortshafa. Hægt er að kaupa árskort í móttökum safnhúsanna og í vefverslun.

Menningarkort Reykjavíkur veitir aðgang að Listasafni Reykjavíkur og Borgarsögusafni Reykjavíkur ásamt afslætti í Viðeyjarferjuna. Hjá Borgarbókasafni Reykjavíkur fæst bókasafnskort gegn framvísun kortsins.
Menningarkortið veitir einnig afslætti og tilboð á fjölmarga viðburði, tónleika, kvikmyndahús og veitingahús. Menningarkortið gildir í eitt ár í senn.

Almenn verð: 8.400 kr.

Eldri borgarar 67+: 2.430 kr.

Nánari upplýsingar um Menningarkortið HÉR

Leiðsögn fyrir hópa

Leiðsögn fyrir hópa á opnunartíma:

Fast gjald fyrir leiðsögn: 26.000 kr. Aðgangseyrir fyrir hvern gest: 2.430 kr.

Ef hópurinn samanstendur af 10 gestum eða fleirum er aðgangseyrir fyrir hvern gest 1.500 kr.

Leiðsögn fyrir hópa utan opnunartíma:

Allt að 30 gestir: 73.000 kr. (aðgangseyrir innifalinn) Fleiri en 30 gestir: Vinsamlegast hafið samband við hopar.listasafn@reykjavik.is

Til að panta leiðsögn fyrir hópa er hægt að senda okkur tölvupóst á hopar.listasafn@reykjavik.is eða hringja í síma 411-6400.

Safnið býður skólum og skipulögðu félagsstarfi upp á ókeypis leiðsagnir og safnfræðslu. Bókið hér.

Ásmundarsafn

Ásmundarsafn

Sigtún 105
4116430
Opnunartímar
Maí til september 10:00–17:00
Október til apríl 13:00–17:00
Hafnarhús

Hafnarhús

Tryggvagata 17
4116410
Opnunartímar
10:00-17:00
Fimmtudaga 10:00–22:00
Kjarvalsstaðir

Kjarvalsstaðir

Flókagata 24
4116420
Opnunartímar
10:00–17:00