Vina­hópar og vinnu­staðir - sérleið­sagnir

hópar

Safnið tekur á móti hópum af öllum stærðum og gerðum.

Það er tilvalið fyrir vinahópinn eða vinnustaðinn að koma saman í heimsókn á Listasafn Reykjavíkur. Hægt er að panta leiðsögn hjá fagfólki safnsins um yfirstandandi sýningar og eru þær aðlagaðar að hverjum hópi fyrir sig.

Umsagnir gesta:

,,Við höfum fengið mjög jákvæð viðbrögð frá öllum sem komu og á von á að fleiri leggi leið sína aftur á Kjarvalstaði í kjölfarið."

,,Það var mikið talað um hversu miklu það bætir við upplifunina að fá leiðsögn um safnið og eigið þið mikið hrós skilið."

Sérleiðsögn fyrir hópa á opnunartíma

26.000 kr. + 2.430 kr. aðgangseyrir fyrir hvern gest.

Ef hópurinn samanstendur af 10 gestum eða fleirum er verðið 26.000 kr. + 1.500 fyrir hvern gest.

Sérleiðsögn fyrir hópa utan opnunartíma

< 30 gestir: heildarverð 73.000 kr. (aðgöngumiði innifalinn). 30+ gestir: Vinsamlegast hafið samband við hopar.listasafn@reykjavik.is

Til að panta leiðsögn fyrir hópa er hægt að senda okkur tölvupóst á hopar.listasafn@reykjavik.is eða hringja í síma 411-6400.

Hægt er að óska eftir veitingum og þarf þá að tilgreina það sérstaklega í pöntuninni