Sýningin Lavaforming opnaði 8. maí og stendur yfir til 23 nóvember.
Arnhildur Pálmadóttir arkitekt er fulltrúi Íslands á Tvíæringnum í arkitektúr í Feneyjum í ár.
Lavaforming hefur fengið góðar viðtökur, fjallað hefur verið um hana í fjölmiðlum mjög víða og fjöldi gesta lagt leið sína í íslenska skálann.
Í ár taka 66 þjóðir þátt og sýningin stendur yfir fram í lok nóvember. Ísland tekur þátt í Feneyjatvíæringnum í arkitektúr í fyrsta skipti í ár.
Það er mikið tilhlökkunarefni fyrir Listasafn Reykjavíkur að setja sýninguna upp í Hafnarhúsi í ársbyrjun 2026.