Myndlistarmönnum er boðið að taka þátt í forvali að lokaðri samkeppni um listaverk í almannarými á Orkureit í Reykjavík
Reykjavíkurborg og lóðarhafar sameinast um listsköpun á svæðinu til að auka gæði og gott umhverfi í borginni og er heildarfjárhæð sem um ræðir allt að þrjátíu og tvær milljónir króna. Orkureitur afmarkast af Suðurlandsbraut, Grensásvegi, Ármúla og Dalsmúla og er samkeppnissvæðið sjálfar byggingarnar, inngarðar þeirra og nánasta umhverfi. Sjá nánari upplýsingar um uppbygginguna hér: https://orkureiturinn.is/ Listasafn Reykjavíkur hefur umsjón með samkeppninni sem fer fram eftir samkeppnisreglum Sambands íslenskra myndlistarmanna (SÍM), þ.e. lokuð samkeppni með opnu forvali. Forvalsnefnd mun velja þrjá til fimm myndlistarmenn úr innsendum umsóknum til þátttöku í seinni hluta samkeppninnar.
Forval: Þau sem óska eftir því að taka þátt í forvali vegna samkeppninnar sendi eitt PDF skjal merkt með nafni þess sem sækir um og nafni svæðisins „Orkureitur“. Skjalið skal innihalda eftirtaldar upplýsingar:
Umsóknarfrestur er til og með 22. júní 2025.