Skemmtileg myndlistar- og leikjanámskeið í sumar!
Á sumarnámskeiðum Listasafns Reykjavíkur býðst börnum að rækta sína listrænu hlið í skapandi umhverfi listasafnanna.
Töfrar Ásmundarsafns
Fjögurra daga myndlistar- og leikjanámskeið í Ásmundarsafni við Sigtún fyrir börn 7-9 ára (fædd 2016-2018). Á þessu námskeiði kynnast börnin töfrum Ásmundarsafns og höggmyndagarðs Ásmundar Sveinssonar í gegnum sköpun og leiki. Námskeiðinu er stýrt af fagfólki í myndlist og listkennslu.
10.-13. júní, 16.-20. júní og 23.-26. júní kl 8:30-14:30.
Verð: 27.000 kr.
Fantasía á Kjarvalsstöðum
Fjögurra daga myndlistarnámskeið fyrir 10-13 ára börn (fædd 2012-2015) á Kjarvalsstöðum. Á þessu námskeiði verður málað inni og úti líkt og Kjarval sjálfur gerði. Börnin rýna í tákn í verkunum á sýningunni Kjarval: Í landi drauma, töfra og trúar og skapa verk út frá eigin táknmyndum. Námskeiðið er kennta af fagfólki í myndlist og listkennslu.
5.-8. ágúst. kl 9-12
Verð: 25.000 kr.
Skráning hér: Sumar.Vala.is
Viðey Friðey
Við bjóðum upp á spennandi vikunámskeið fyrir 8-9 ára börn (fædd 2016 og 2017) í friðsælu náttúruperlunni Viðey.
Börnin nema land, upplifa sögu og náttúru eyjarinnar í gegnum skapandi og listrænt starf innan- og utandyra. Þau fá að kynnast gamla skólahúsinu í Viðey sem var hluti af þorpinu sem hvarf. Í nýuppgerðu skólahúsinu er sérlega góð aðstaða til tilrauna og rannsókna á gersemum náttúru eyjunnar sem verða notaðar sem efniviður í myndlistarsköpun og leiki.
Unnið verður sérstaklega með friðarupplifun í gegnum listir, leiki, markvissa útiveru og hreyfingu. Markmið námskeiðsins er að hver og einn þátttakandi fái að njóta sín á eigin forsendum undir handleiðslu fagfólks. Leitast verður við að skapa ævintýralegt umhverfi fyrir börnin án snjalltækja, þar sem þau munu skapa nýjar minningar í hópi jafningja.
Tímasetning námskeiða:
Námskeið 1: 10. – 13. júní
Námskeið 2: 16. – 20. júní
Námskeið 3: 23. – 26. júní
Kennarar námskeiðsins taka á móti börnunum við bryggjuna á Skarfabakka og ferjan siglir af stað stundvíslega kl. 09:00 á hverjum morgni. Þess vegna er gott að mæta allavega 15 mínútur fyrr, svo það gefist tími til að spjalla við kennara ef eitthvað er. Ferjan kemur til baka á Skarfabakka kl. 15:45.
Verð: 37.000 kr. fyrir 4-daga námskeið 20% afsláttur fyrir systkini Opnað verður fyrir skráningar um páska – fylgist með. Kennarar: Námskeiðið er kennt af reynslumiklu fagfólki.
Skráning hér: Sumar.Vala.is