Safn­anótt 2025

Takk fyrir frábæra Safnanótt 2025!

Sýningin Heimsljós – líf og dauði listamanns eftir Ragnar Kjartansson var opnuð í Hafnarhúsi á Safnanótt, föstudaginn 7. febrúar. Á opnuninni ræddu Ragnar Kjartansson, Hildigunnur Birgisdóttir og Halldór Halldórsson um tilurð verksins Heimsljós – líf og dauði listamanns.  Markús Þór Andrésson sýningarstjóri  stýrði samtalinu. Líf og fjör var í Listasafn Reykjavíkur á Safnanótt enda fjölbreyttir viðburðir í boði í öllum húsum safnins – Hafnarhúsi, Kjarvalssstöðum og Ásmundarsafni og opið til kl. 23.00. Á fjórða þúsund gesta kom við í húsunum þremur og naut þeirra viðburða sem boðið var upp á.

Myndir frá Safnanótt