Fréttir

Sýningaropnun - D38 Ragnheiður Káradóttir: míní-míní múltíversa

Sýning á verkum Ragnheiðar Káradóttur, míní-míní múltíversa verður opnuð í D-sal Hafnarhússins, fimmtudag 27. júní kl. 20.00. Ragnheiður er 38. listamaðurinn sem sýnir í sýningaröðinni í D-sal, þar sem listamönnum er boðið að halda sína fyrstu einkasýningu í opinberu safni.  

Gunnar Jónsson: Gröf

Síðustu dagar sýningarinnar Gröf í D-sal Hafnarhússins eftir Gunnar Jónsson. Á sýningunni leitast Gunnar Jónsson við að skoða reykvískar rætur sínar en Gunnar býr og starfar á Ísafirði. Sýningunni lýkur sunnudaginn 23.

Hreinn Friðfinnsson, Door (detail), 2016 Wood, glow thread, metal 200 x 80.1 cm View at Centre d’Art Contemporain Genève, 2019 Courtesy Collection Reykjavik Art Museum Photo: Mathilda Olmi

Nú stendur yfir yfirlitssýning á verkum Hreins Friðfinnssonar í Genf í Sviss: To Catch a Fish with a Song: 1964–Today, 2019
Sýningin er haldin í Centre d’Art Contemporain Genève og stendur til 25. ágúst 2019. 

Nýtt smáforrit um útilistaverk

Listasafn Reykjavíkur kynnir með stolti nýtt og vandað smáforrit (e. App) um útilistaverk í Reykjavík.

Síðustu sýningadagar á Frumefni náttúrunnar

Sýningunni Frumefni náttúrunnar eftir Brynhildir Þorgeirsdóttur lýkur á mánudag, annan í hvítasunnu, 10. júní.

Listaverk vikunnar: Tákn. Ljósmynd: Hildur Inga Björnsdóttir.

Listaverk vikunnar er Tákn eftir Steinunni Þórarinsdóttur sem sett hefur verið upp á þaki Arnarhvols við Ingólfsstræti í Reykjavík í tilefni af ári listar í almannarými.

Listaverk vikunnar: Björgun úr sjávarháska

Listaverk vikunnar er Björgun úr sjávarháska eftir Ásmund Sveinsson frá 1936. Verkið er staðsett við Ægisíðu.