Billboard, sem rekur auglýsingaskjái í strætóskýlum og við gatnamót á höfuðborgarsvæðinu, efndi í haust til opinnar samkeppni um myndlistarverk í almannarými í samstarfi við Y gallery og Listasafn Reykjavíkur.
Sendiráð Bandaríkjanna á Íslandi hefur veitt Listasafni Reykjavíkur veglegan styrk vegna myndlistarsýningarinnar Иorður og niður: Samtímalist á Norðurslóðum sem sett verður upp í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi haustið 2022.
Yfirlitssýning á verkum Guðnýjar Rósu Ingimarsdóttur, opus-oups, verður opnuð í Listasafni Reykjavíkur á Kjarvalsstöðum, laugardag 2. október kl. 14.00.
Árskort Listasafns Reykjavíkur veita aðgang að öllum sýningum og viðburðum á vegum safnsins – í Hafnarhúsi, Ásmundarsafni og á Kjarvalsstöðum (nema annað sé