Listaverk vikunnar er Skúli Magnússon eftir Guðmund Einarsson frá 1953-4. Verkið er staðsett í Fógetagarðinum. Skúli hefur verið nefndur faðir Reykjavíkur en feðradagurinn er 10. nóvember.
Listasafn Reykjavíkur kynnir fjóra listamenn sem koma til með að sýna í D-salar sýningaröð safnsins árið 2020. Nú þegar hafa 39 listamenn sýnt í röðinni.
Yfirlitssýning á verkum myndlistarmannsins Ólafar Nordal, Úngl, verður opnuð í Listasafni Reykjavíkur á Kjarvalsstöðum, laugardaginn 19. október kl. 16.00.