A Bra Ka Da Bra er nýr fræðsluvefur Listasafns Reykjavíkur um samtímamyndlist sem einkum er ætlaður eldri nemendum grunnskóla og yngri nemendum framhaldsskóla.
Sigrún Inga Hrólfsdóttir hefur verið valin til að gegna rannsóknarstöðu innan Listasafns Reykjavíkur sem hefur það markmið að rannsaka hlut kvenna í íslenskri listasögu.
Myndlistarmaðurinn Melanie Ubaldo (1992) hefur hlotið styrk úr Styrktarsjóði Svavars Guðnasonar og Ástu Eiríksdóttur. Styrkurinn var afhentur í Listasafni Íslands.