Fréttir

Aldís Snorradóttir. Ljósmynd: Eyþór Árnason.

Aldís Snorradóttir hefur verið ráðin í stöðu verkefnastjóra sýninga í deild sýninga og miðlunar í Listasafni Reykjavíkur. 

Aðalsteinn Stefánsson nýráðinn tæknistjóri

Aðalsteinn Stefánsson er menntaður rafvirki, myndlistarmaður og leikmyndahönnuður. Hann hefur frá árinu 2004 starfað sem tæknistjóri við listahátiðina Lys over Lolland í Danmörku og hjá Íslenska dansflokkinum á árunum 2006-13.

Friðarsúlan logar fram á vor

Friðarsúlan i Viðey verður tendruð að nýju í dag, mánudaginn 21. desember á stysta degi ársins á vetrarsólstöðum. Frá og með morgundeginum tekur daginn að lengja á ný. 

Guðný Rósa á Kjarvalsstöðum í haust

Myndlistarkonan Guðný Rósa Ingimarsdóttir hefur verið valin til þess að halda yfirlitssýningu á verkum sínum á Kjarvalsstöðum næsta haust.

Ljósmynd frá sýningunni Myndir á sýningu í Hafnarhúsinu frá árinu 2000.

Listasafn Reykjavíkur í Hafnarhúsi var tekið í notkun 19. apríl árið 2000, fyrir 20 árum.

Til þess að halda upp á 20 ára afmælið á þessum fordæmalausu tímum höfum við ákveðið að gefa öllum tvítugum Reykvíkingum, fæddum árið 2000, árskort í Listasafn Reykjavíkur.

Friðarsúlan tendruð á vetrarsólstöðum. Ljósmynd: Sigfús Már Pétursson.

Í dag er síðasti dagurinn sem Friðarsúla Yoko Ono í Viðey logar fram að vetrarsólstöðum 21. desember. Listaverkið tileinkaði Yoko Ono eiginmanni sínum, tónlistarmanninum John Lennon. Friðarsúlan er tendruð á fæðingardegi hans, 9. október ár hvert og slökkt á henni 8.

Þórálfur er nýr í jólavættafjölskyldunni

Þórálfur er nýr í jólavættafjölskyldunni sem birtist á húsveggjum víða í miðbænum í desember. Þórálfur er afar reglusamur og ákveðinn, enda sér hann um allar sóttvarnir í helli jólasveinanna.

2 fyrir 1 fyrir Menningarkortshafa

Handhöfum Menningarkorts Reykjavíkur býðst að bjóða með sér gesti í Listasafn Reykjavíkur í desember.

Kærleikskúlan 2020 – ÞÖGN eftir Finnboga Pétursson

ÞÖGN eftir Finnboga Pétursson er Kærleikskúla ársins 2020. Þetta er í átjánda sinn sem Kærleikskúlan kemur út en markmið með sölu hennar er að auðga líf fatlaðra barna og ungmenna. Allur ágóði af sölunni rennur til sumarbúða Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra í Reykjadal.