Gjörningaklúbburinn í samvinnu við Listasafn Reykjavíkur stendur fyrir gjörningi með þátttöku almennings, í höggmyndagarðinum Perlufesti í Hljómskálagarðinum þann 19. júní kl. 12 á eins árs afmæli höggmyndagarðsins og 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna.
Þrjár glæsilegar sýningar verða opnaðar í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, fimmtudaginn 21 maí kl. 17, Áfangar eftir bandaríska listamanninn Richard Serra, Athöfn og yfirskin eftir Magnús Sigurðarson og Bangsavættir eftir Kathy Clark.
Sýningin Nýmálað 2 verður opnuð á Kjarvalsstöðum laugardaginn 28. mars kl. 16, þar sem sýnd verða verk 60 listmálara. Þetta er annar hluti sýningarinnar Nýmálað en fyrri hluti hennar opnaði í Hafnarhúsinu í febrúar þar sem gefur að líta verk eftir 28 listamenn.
Stór lágmynd eftir keramiklistamennina og hjónin Gest Þorgrímsson (1920 – 2003) og Sigrúnu Guðjónsdóttur (betur þekkt sem Rúna; f. 1926) hefur verið sett upp á framhlið Laugardalshallarinnar. Myndin, sem er úr brenndum steinleir, sýnir íþróttamenn við margvíslega íþróttaiðkun.
Á sýningin, Ásmundur Sveinsson: Vatnsberinn-Fjall+kona, verður opnuð í Ásmundarsafni laugardaginn 21. febrúar kl. 16. Þar er þess minnst að á árinu 2015 er öld liðin frá því að konur fengu kosningarétt hér á landi, en það var þann 19. júní 1915.
Púls tímans, Yfirlitssýning á verkum Einars Hákonarsonar (f. 1945) verður opnuð í Listasafni Reykjavíkur, Kjarvalsstöðum laugardaginn 17. janúar kl. 16. Verkin á sýningunni ná yfir rúmlega 50 ára feril listamannsins allt frá æsku- og skólaverkum og til ársins 2014.
Fjölbreyttar sýningar með verkum eftir tæplega hundrað listamenn verða opnaðar hjá Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, Kjarvalsstöðum og Ásmundarsafni, á næstu mánuðum.
Sýningarnar Flatland eftir Sirru Sigrúnu Sigurðardóttur (f. 1977) og Veraldir og vegir eftir austurríska listamanninn Gunter Damisch (f.1958) verða opnaðar í Hafnarhúsinu laugardaginn 1. nóvember klukkan 16.