Fréttir

Hafþór Yngvason og Ólöf K. Sigurðardóttir

Ólöf K. Sigurðardóttir tók við formlega sem safnstjóri Listasafns Reykjavíkur í dag af Hafþóri Yngvasyni sem gegnt hefur stöðunni síðustu tíu ár. Hafþór afhenti henni við það tækifæri lykla af safngeymslum listasafnsins.  

Hvorki né / Neither Nor

Sýningin Hvorki né verður opnuð í D- sal Hafnarhúss Listasafns Reykjavíkur, laugardaginn 15. ágúst kl. 15. Sýningin er sú fimmta og næstsíðasta í sumarsýningarröð Kunstschlager í D-sal Hafnarhússins þar sem hver meðlimur Kunstschlager fær með sér valda myndlistarmenn.

Wiolators: Reykjavíkurútgáfan

Kunstschlager opnar sýninguna Wiolators: Reykjavíkurútgáfan laugardaginn 8. ágúst kl. 15 í Kunstschlagerstofu Hafnarhússins.

Blómleg listsmiðja í Viðey

Það var líf og fjör í listsmiðjunni í Viðey þegar Listasafn Reykjavíkur leit þar við í síðustu viku. Þátttakendur nutu náttúrunnar í blíðskaparveðri og könnuðu gróðurlífið á eyjunni fyrir myndræna framsetningu.

Kyrralíf

19 listamenn sýna ný verk á Kyrralíf, fjórðu sýningu Kunstschlager í D-sal Hafnarhússins sem opnar laugardaginn 25. júlí klukkan 15.

Listasafn Reykjavíkur

Listasafn Reykjavíkur fagnar tímamótum í dag þegar upplýsingar um ríflega þúsund sýningar sem hafa verið settar upp í safninu frá árinu 1973-2015 eru gerðar aðgengilegar á nýjum vef safnsins, listasafnreykjavikur.is. Sýningarnar eru í tímaröð og þar má finna meira en 800 sýningarskr

Grapevine

Listasafn Reykjavíkur er besta listasafn í Reykjavík samkvæmt Grapevine og er þetta í fjórða árið í röð sem safnið fær þessa útnefningu. Í umsögn um safnið í Grapevine kemur m.a.

Ævintýralegar listsmiðjur í Viðe

Listasafn Reykjavíkur og Bandaríska sendiráðið bjóða upp á ævintýralegar listsmiðjur í Viðey í sumar fyrir börn á aldrinum 8-13 ára í tengslum við sýninguna Áfanga á verkum bandaríska listamannsins Richard Serra í Hafnarhúsinu.

Gjörningaklúbburinn

Gjörningaklúbburinn í samvinnu við Listasafn Reykjavíkur stendur fyrir gjörningi með þátttöku almennings, í  höggmyndagarðinum Perlufesti í Hljómskálagarðinum þann 19. júní kl. 12 á eins árs afmæli höggmyndagarðsins og 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna.