Fréttir

Allar jólavættir Reykjavíkurborgar verða búnar að koma sér fyrir í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsi fimmtudaginn 3. desember og ætla að gleðja gesti safnsins í aðdraganda jólanna. 

Nýmálað er vegleg bók með ljósmyndum af öllum verkum sýninganna Nýmálað 1 og Nýmálað 2 á Kjarvalsstöðum á þessu ári. Bókin spannar 195 málverk sem máluð voru á síðustu tveimur árum eftir 88 listamenn auk upplýsinga um þá.

Nú eru síðustu forvöð að sjá samsýninguna Kvennatími – Hér og nú þrjátíu árum síðar en síðasti sýningardagur er sunnudagurinn 29. nóvember.

PopUp Verzlun heldur nú sinn árlega jólamarkað í portinu í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi, laugardaginn 5. des. kl. 11 til 17.

Áki Ásgeirsson tónsmiður varð fertugur á árinu og verður af því tilefni með portretttónleika í tónleikaseríu Jaðarbers. Flytjendur á tónleikunum eru Páll Ivan frá Eiðum, Sunna Ross, Ásthildur Ákadóttir og Tinna Þorsteinsdóttir.

Bókin Jóhannes S. Kjarval: Út á spássíuna kemur út á laugardaginn 7. nóvember og af því tilefni heldur Listasafn Reykjavíkur útgáfuhóf á Kjarvalsstöðum þann dag kl. 15. Þar gefst einstakt tækifæri til að fá bókina á kynningarverði. Kristín G.

Það verður mikið um að vera í Hafnarhúsi í tilefni af Iceland Airwaves tónlistahátíðinni sem stendur yfir frá 4.-8. nóv. Dagskrá hátíðarinnar er hægt að sjá hér.

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tók formlega á móti höggmynd af Einari Benediktssyni við Höfða, fyrrum heimili skáldsins, laugardaginn 31. október á Degi ljóðsins sem jafnframt var fæðingardagur skáldsins.

Í nóvember stendur handhöfum Menningarkorts Reykjavíkur til boða að kaupa tvö Menningarkort á verði eins. Kortin koma í fallegu gjafaumslagi og eru virkjuð við fyrstu notkun. Menningarkort Reykjavíkur er árskort í söfn Reykjavíkurborgar.