Mótunarár Errós frá 1955 til 1964 eru umfjöllunarefni sýningarinnar Tilurð Errós sem verður opnuð í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, laugardaginn 31. október kl. 16.
Fullorðnir í fylgd með börnum fá frítt inná Listasafn Reykjavíkur í tilefni af vetrarfríi grunnskóla borgarinnar frá 23. -27. október. Fjölbreyttar sýningar eru í Hafnarhúsi, á Kjarvalsstöðum og Ásmundarsafni og skemmtileg dagskrá í gangi meðan á fríinu stendur.
Í tilefni þess að 130 ár eru liðin frá fæðingu Jóhannesar Sveinssonar Kjarvals býður Listasafn Reykjavíkur ókeypis aðgang að Kjarvalsstöðum fimmtudaginn 15. október.
Nú fara að verða síðustu forvöð að sjá sýningarnar Erró og listasagan og Bangsavættir eftir Kathy Clark í Hafnarhúsi en þeim lýkur sunnudaginn 18. október.
Friðarsúlan í Viðey verður tendruð með fallegri athöfn á fæðingardegi John Lennons þann 9. október næstkomandi klukkan 20.00 en hann hefði orðið 75 ára þennan dag. Dagskráin hefst kl. 17.30 og stendur til kl. 21.30.
Hluti úr Berlínarmúrnum hefur verið sett upp við Höfða í Borgartúni. Listamiðstöðin Neu West Berlin í Berlín gaf Reykjavíkurborg verkið og tók Dagur B. Eggertsson borgarstjóri formlega á móti því sl. laugardag.
Menningarkorthafar fá tveir fyrir einn af aðgangseyri á Kjarvalsstaði í október sem þýðir að þeir geta boðið með sér gesti og tveir fyrir einn af kaffi á veitingarstað safnsins.
Sýningunni Listhneigð Ásmundar Sveinssonar lýkur í Ásmundarsafni sunnudaginn 4. október. Meðal verka eru höggmyndir sem Ásmundur Sveinsson myndhöggvari (1893–1982) gerði sem nemandi við sænsku ríkisakademíuna.