Fréttir

Jóhannes S. Kjarval, Skjaldmey, 1961.

Kjarvalsstaðir verða opnaðir á ný með stórri sýningu á verkum Jóhannesar S. Kjarvals, föstudaginn, 5. febrúar kl. 18:00, sem jafnframt er Safnanótt.

Áslaug Guðrúnardóttir

Áslaug Guðrúnardóttir hefur tekið við af Berghildi Erlu Bernharðsdóttur sem kynningar- og markaðsstjóri Listasafns Reykjavíkur. Áslaug starfaði sem fréttamaður á Fréttastofu RÚV 2004-2015. Áslaug er með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík og BA próf í heimspeki frá Háskóla Íslands.

Michael Joaquin Grey á Þingvöllum ásamt krökkum úr Landakotsskóla

Það voru kátir krakkar í Landakotsskóla sem tóku þátt í gjörningi listamannsins Michael Joaquin Grey á Þingvöllum á föstudaginn.

Þúsund sítrustré á Þingvöllum

Listamaðurinn  Michael Joaquin Grey (f. 1961) sem tekur þátt í sýningunni Aftur í sandkassann fremur táknrænan gjörning á Þingvöllum í dag  kl. 11.45 sem nefnist Þúsund sítrustré á Þingvöllum.

Priscila Fernandes, The Book of Aesthetic Education of the Modern School, 2014-2015 Installation view at Foundation Joan Miró, Espai 13, Barcelona Courtesy of the artist, Photo: E.C. Thomson

Á annan tug listamanna eiga verk á þremur sýningum sem verða opnaðar í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi föstudaginn 15. janúar kl. 20.

Í janúar gefst menningarkorthöfum kostur á að bjóða vini endurgjaldslaust með sér á Ásmundarsafn þar sem sýningin Geimþrá stendur yfir. Á sýningunni eru verk eftir listamenn sem hver um sig hafa sett mark sitt á íslenska listasögu 20. aldar, einkum þegar litið er til þrívíðrar myndlistar.

Kjarvalsstaðir eru lokaðir frá 4. janúar til 5. febrúar vegna endurbóta. Þann 5. febrúar eða á safnanótt opnar safnið með stórri Kjarvalssýningu. 

Gerður Helgadóttir, Kynni,1969

Ásmundarsafn verður opið til kl. 20 á fimmtudögum í janúar og boðið verður upp á skemmtilega viðburði fyrir alla fjölskylduna á kvöldopnunum.

Jóhannes S. Kjarval, án titils, blek á spjald.

Listasafn Reykjavíkur býður ókeypis aðgang á sýninguna Út á spássíuna – textar, skissur, og pár í list Kjarvals frá og með 22. desember og til sýningarloka, sunnudagsins 3.