Fréttir

Úlfur Karlsson

Sýningunni Við erum ekki hrædd á verkum eftir Úlf Karlsson (f. 1988) lýkur sunnudaginn 20. desember  í D-sal Hafnarhússins.

Hallgrímur Helgason og Kristján Þórður Hrafnsson

Skáldin Hallgrímur Helgason og Kristján Þórður Hrafnsson lesa uppúr nýjum bókum sínum á kaffihúsinu á Kjarvalsstöðum, fimmtudaginn 17. desember kl. 12.15. Hallgrímur les uppúr bók sinni Sjóveikur í München og Kristján Þórður uppúr ljóðabókinni Tveir Elvis aðdáendur og fleiri sonnettur..

Friðarsúlan

 Á hverju ári lýsir Friðarsúlan frá 9. október (fæðingardegi Johns Lennons) til 8. desember (dánardags hans). Það fara því að verða síðustu forvöð til að njóta Friðarsúlunnar að þessu sinni.

Skáldin Einar Már Guðmundsson og Sjón lesa uppúr nýjum bókum sínum á kaffihúsinu á Kjarvalsstöðum fimmtudaginn 10. desember kl. 12.15. Einar Már les uppúr bókinni Hundadagar sem hlaut á dögunum tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Bókin fjallar m.a.

Í desember stendur til boða að kaupa tvö Menningarkort á verði eins. Kortin koma í fallegu gjafaumslagi og eru virkjuð við fyrstu notkun. Tvö kort kosta þannig aðeins kr. 5.500.

Erró, Óveður, 2011

Listasafn Reykjavíkur lokar klukkan 16.30 í dag vegna veðurs. Hafnarhús, Kjarvalsstaðir og Ásmundarsafn verða lokuð frá þeim tíma.  Almannavarnir og Veðurstofan vara við ofsaveðri eða fárviðri á landinu síðdegis og í kvöld.

Listasafn Reykjavíkur er opið alla daga yfir jól og áramót að undanskildum aðfangadegi og jóladegi.
Opnunartími er breytilegur en hann er sem hér segir:

Hafnarhús
Opið 26. des.: 13–17
Opið 31. des.: 10–14
Opið 1. jan.: 13–17
Lokað 24 og 25. des.

Jólaplatti á Kjarvalsstöðum

Kaffihúsið á Kjarvalsstöðum stendur fyrir skáldaupplestri í hádeginu á fimmtudögum í desember og byrjar fyrsti upplesturinn þann 3. desember kl. 12.15 þegar Guðmundur Andri Thorsson kemur og les uppúr bók sinni Og svo tjöllum við okkur í rallið um föður sinn Thor Vilhjálmsson.

Allar jólavættir Reykjavíkurborgar verða búnar að koma sér fyrir í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsi fimmtudaginn 3. desember og ætla að gleðja gesti safnsins í aðdraganda jólanna.