Sýningunni Geimþá í Ásmundarsafni lýkur mánudaginn 28. mars. Sýningin hefur notið mikilla vinsælda og var valin ein af fimm athyglisverðustu myndlistarsýningum ársins 2015 af listgagnrýnendum Morgunblaðsins.
Kveikt verður á Friðarsúlunni í Viðey kl. 20:00 sunnudaginn 20. mars, á giftingarafmæli Johns Lennons og Yoko Ono. Þau gengu í hjónaband árið 1969 og vörðu hveitibrauðsdögum sínum í hjónarúminu í mótmælaskyni við stríðið í Víetnam.
Hvernig búum við til tæki og kerfi til að flokka fólk eftir samfélagstöðu? Berglind Jóna Hlynsdóttir (f. 1979) opnar sýninguna Class Divider í D-sal Hafnarhússins, Listasafni Reykjavíkur, fimmtudaginn 3. mars kl. 17.
Listasafn Reykjavíkur býður fjölskyldum upp á fjölbreytta dagskrá í vetrarfríinu sem hefst næsta fimmtudag. Leiðsagnir um yfirstandandi sýningar, spennandi vinnusmiðjur og skapandi námskeið fyrir börn og fullorðna. Frítt er inn á safnið fyrir fullorðna í fylgd með börnum á fimmtudag og föstudag.
Í tilefni af vetrarfríi í grunnskólum Reykjavíkur 25. og 26. febrúar býður Listasafn Reykjavíkur upp á námskeið, leiðsagnir og vinnusmiðjur fyrir börn og fjölskyldur þeirra.