Fréttir

Samið um rekstur Matstofu Frú Laugu í Hafnarhúsi

Í dag, á alþjóðlega safnadaginn, undirrituðu safnstjóri Listasafns Reykjavíkur, Ólöf K. Sigurðardóttir, og eigendur frú Laugu, Rakel Halldórsdóttir og Arnar Bjarnarson, samning um rekstur veitingastaðar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu.

Arnfinnur Amazeen opnar sýningu sína Undirsjálfin vilja vel í D-sal Hafnarhússins fimmtudaginn 12. maí kl. 17.

Ljósmynd: Hildur Inga Björnsdóttir

Útskriftarsýningu Listaháskóla Íslands 2016, Ytri höfnin, lýkur sunnudaginn 8 maí og er frítt inn í Hafnarhúsið á meðan á henni stendur. Á sýningunni eru verk  nemenda á BA stigi í myn

Jóhannes S. Kjarval: Hugur og heimur

Listasafn Reykjavíkur óskar eftir að ráða starfsfólk í tímavinnu við gæslustörf um helgar. Um er að ræða starf við gæslu á listmunum og sýningarrýmum í Hafnarhúsi og á Kjarvalsstöðum. Vinnutími er frá kl. 10-17 aðra hvora helgi.


Helstu verkefni og ábyrgð

Dagana 19.-24. apríl stendur yfir Barnamenningarhátíð í Reykjavík. Á meðan á hátíðinni stendur geta börn boðið fullorðnum með sér á hvaða sýningu Listasafns Reykjavíkur sem er án endurgjalds. Það gildir um öll söfnin þrjú, Kjarvalsstaði, Ásmundarsafn og í Hafnarhús.

Áttatíu nemendur á BA stigi í myndlistardeild og hönnunar- og arkitektúrdeild sýna verk sín í fjórum af sex sýningarsölum Hafnarhússins. Sýningin verður opnuð laugardaginn 23. apríl kl. 14.

Listasafn Reykjavíkur hefur skipulagt þétta dagskrá á Kjarvalsstöðum fyrir börn á öllum aldri. Boðið verður upp á ljósmyndasýningu íslenskra og pólskra unglinga, gjörningakvöld fyrir unglinga, myndlistarsmiðju fyrir börn og þátttökutónleika fyrir smábörn og fjölskyldur þeirra.

artiststudiomuseum.org

Ásmundarsafn hefur verið skráð á vefsíðuna Artist´s Studio Museum Network. Þar má finna söfn um alla Evrópu sem eiga það sameiginlegt að hafa þjónað listamönnum sem vinnustofur og heimili.

Ljósmynd: Bragi Guðmundsson

Laugardaginn 16. apríl kl. 16 verður opnuð í Ásmundarsafni sýningin Uppbrot. Þar rýnir myndlistarmaðurinn Elín Hansdóttir í verk höggmyndalistamannsins Ásmundar Sveinssonar, glímir við arfleifð hans og leitar áður ókannaðra flata.