Áslaug Guðrúnardóttir hefur tekið við af Berghildi Erlu Bernharðsdóttur sem kynningar- og markaðsstjóri Listasafns Reykjavíkur. Áslaug starfaði sem fréttamaður á Fréttastofu RÚV 2004-2015. Áslaug er með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík og BA próf í heimspeki frá Háskóla Íslands.
Listamaðurinn Michael Joaquin Grey (f. 1961) sem tekur þátt í sýningunni Aftur í sandkassann fremur táknrænan gjörning á Þingvöllum í dag kl. 11.45 sem nefnist Þúsund sítrustré á Þingvöllum.
Í janúar gefst menningarkorthöfum kostur á að bjóða vini endurgjaldslaust með sér á Ásmundarsafn þar sem sýningin Geimþrá stendur yfir. Á sýningunni eru verk eftir listamenn sem hver um sig hafa sett mark sitt á íslenska listasögu 20. aldar, einkum þegar litið er til þrívíðrar myndlistar.
Listasafn Reykjavíkur býður ókeypis aðgang á sýninguna Út á spássíuna – textar, skissur, og pár í list Kjarvals frá og með 22. desember og til sýningarloka, sunnudagsins 3.
Sýningunni Horft inní hvítan kassa lýkur sunnudaginn 3. janúar í B og C sölum Hafnarhússins. Á sýningunni eru verk sem safnið hefur nýlega eignast eftir myndlistarkonuna Katrínu Sigurðardóttur og vinnumódel af nokkrum af hennar helstu verkum.