Fréttir

Tilurð Errós 1955-1964 í Hafnarhúsi

Sýningunni Tilurð Errós 1955-1964 lýkur í Hafnarhúsi fimmtudaginn 29. september. Sýningin spannar mótunarár listamannsins, margslungið og glæsilegt tímabil í list hans og evrópskri listasögu, þegar hann fyrstur listamanna skapar það sem nefnt hefur verið „samklippimálverk“. 

Hólmlendan í Hafnarhúsi

Írski listamaðurinn Richard Mosse verður viðstaddur opnun á sýningunni Hólmlendan (The Enclave) í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi við Tryggvagötu föstudagskvöldið 30. september kl. 20. Ennfremur situr Mosse fyrir svörum um verkið ásamt samstarfsmönnum sínum kl.

RÍKI – flóra, fána, fabúla

Listasafn Reykjavíkur og Náttúruminjasafn Íslands standa að umræðufundi í tengslum við sýninguna RÍKI – flóra, fána, fabúla sem staðið hefur í sumar í Hafnarhúsinu og er senn á enda.

Upprisa eftir Yoko Ono: Mynd af hluta verksins þar sem það var sett upp á sýningu í Mexíkó í febrúar sl.

Listasafn Reykjavíkur vinnur nú að sýningu á verkum Yoko Ono sem verður opnuð í Hafnarhúsinu 7. október. Mörg verka listakonunnar verða til með þátttöku sýningargesta, bæði fyrir sýninguna og eins á meðan á henni stendur.

2 fyrir 1 á Kjarvalsstaði í september fyrir menningarkortshafa

Í september fá handhafar Menningarkorts Reykjavíkur 2 fyrir 1 á Kjarvalsstaði og geta því boðið með sér gesti að kostnaðarlausu.

Hildur Bjarnadóttir: Vistkerfi lita

Laugardaginn 3. september kl. 16 verður opnuð í vestursal Kjarvalsstaða sýning Hildar Bjarnadóttur, Vistkerfi lita. Á sýningunni er tekist á við þörf mannsins fyrir að tilheyra ákveðnum stað í heiminum.

Tvær stöður deildarstjóra hjá Listasafni Reykjavíkur eru lausar til umsóknar. Leitað er að öflugum einstaklingum sem hafa frumkvæði og metnað til að ná árangri í starfi.

Helstu verkefni Listasafns Reykjavíkur

Ljósmynd: Hildur Inga Björnsdóttir

Á meðal ótal viðburða hjá Listasafni Reykjavíkur á Menningarnótt er Hjólastóladiskó í porti Hafnarhússins

Jóhannes S. Kjarval, Skjaldmey.

Nú fer hver að verða síðastur að sjá lykilverk Kjarvals úr einkasafni Þorvaldar í Síld og fisk á Kjarvalsstöðum. Sýningin hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda. Sunnudagurinn 21. ágúst er síðasti sýningardagur á verkunum.