Fréttir

Ilmur Stefánsdóttir: Panik í Hafnarhúsi.

Viðamikil dagskrá í Hafnarhúsi, á Kjarvalsstöðum og í Ásmundarsafni á Safnanótt. Opið er til kl. 23.00 í öllum húsunum og frítt inn á alla viðburði.

Hafnarhús

Nú eru síðustu forvöð að sjá sýningarnar YOKO ONO: EIN SAGA ENN... í Hafnarhúsi og Vistkerfi l

Frú Lauga Matstofa hefur opnað nýjan kaffi- og veitingastað á 2. hæð í Hafnarhúsi. Matstofan er í umsjá Frú Laugu sem hefur getið sér gott orð fyrir verslun með ferskar matvörur frá íslenskum bændum og ýmislegt góðgæti frá meginlandinu.

Aðsókn að Listasafni Reykjavíkur árið 2016 jókst um 20% frá árinu áður og ber þar mest á fjölgun erlendra ferðamanna. Opnaðar voru sextán sýningar á árinu og tugir viðburða þeim tengdum voru á dagskrá.

Sunnudagurinn 22. janúar er síðasti dagur sýningarinnar Stríð og friður eftir Erró í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi. Af því tilefni verður leiðsögn um sýninguna kl. 14.00 þann sama dag. 

Hefur þú áhuga á að bjóða gestum og gangandi upp á hollar og léttar kaffiveitingar í skemmtilegu umhverfi á Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi?

Starfsfólk óskast á lítið kaffihús, Frú Laugu, í miðborginni.

Listasafn Reykjavíkur auglýsir eftir tæknifólki til að hafa umsjón með þremur safnhúsum Listasafns Reykjavíkur og sinna fjölbreyttum tæknimálum húsa og viðburða.
Um er að ræða tvær 60% stöður, unnið er á vöktum í sex daga og frí í átta daga.

Tvær sýningar verða opnaðar í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi, fimmtudaginn 12. janúar kl. 17.00. Hrina: Vídeóverk úr safneign og sýningin Fantagóðir minjagripir í D-sal eftir Önnu Hrund Másdóttur.

HRINA – leikur, gjörningur, skráning og frásögn

Listasafn Reykjavíkur er opið alla daga yfir jól og áramót að undanskildum aðfangadegi og jóladegi.

Opnunartími er breytilegur en hann er sem hér segir:

Hafnarhús
Opið 26. des.: 13–17
Opið 31. des.: 10–14
Opið 1. jan.: 13–17
Lokað 24 og 25. des.

Kjarvalsstaðir