Fréttir

RÍKI – flóra, fána, fabúla, Hafnarhús

Boðið er upp á tvær leiðsagnir á ensku á föstudögum í sumar – á Kjarvalsstöðum kl. 14 um sýninguna Jóhannes S. Kjarval: Hugur og heimur og leiðsögn um Hafnarhúsið kl. 16.

Í tilefni Hátíðar hafsins, helgina 4. og 5. júní fá gestir Hafnarhússins tvo miða á verði eins á meðan á hátíðinni stendur. Í Hafnarhúsinu standa nú yfir þrjár sýningar, RÍKI – flóra, fána, fabúla, Undirsjálfin vilja vel og Tilurð Errós 1955-1964. 

Laugardaginn 28. maí kl. 16 opnar sýningin RÍKI – flóra, fána, fabúla í Hafnarhúsi sem er viðamikil sýning á verkum sem tengjast náttúrunni og flokkunarkerfi hennar.

Verðlaunin eru veitt einu safni annað hvert ár, safni sem þykir hafa skarað fram úr og vera til eftirbreytni. Íslandsdeild ICOM (Alþjóðaráð safna) og Félag íslenskra safna og safnamanna stendur að verðlaununum.

Samið um rekstur Matstofu Frú Laugu í Hafnarhúsi

Í dag, á alþjóðlega safnadaginn, undirrituðu safnstjóri Listasafns Reykjavíkur, Ólöf K. Sigurðardóttir, og eigendur frú Laugu, Rakel Halldórsdóttir og Arnar Bjarnarson, samning um rekstur veitingastaðar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu.

Arnfinnur Amazeen opnar sýningu sína Undirsjálfin vilja vel í D-sal Hafnarhússins fimmtudaginn 12. maí kl. 17.

Ljósmynd: Hildur Inga Björnsdóttir

Útskriftarsýningu Listaháskóla Íslands 2016, Ytri höfnin, lýkur sunnudaginn 8 maí og er frítt inn í Hafnarhúsið á meðan á henni stendur. Á sýningunni eru verk  nemenda á BA stigi í myn

Jóhannes S. Kjarval: Hugur og heimur

Listasafn Reykjavíkur óskar eftir að ráða starfsfólk í tímavinnu við gæslustörf um helgar. Um er að ræða starf við gæslu á listmunum og sýningarrýmum í Hafnarhúsi og á Kjarvalsstöðum. Vinnutími er frá kl. 10-17 aðra hvora helgi.


Helstu verkefni og ábyrgð

Dagana 19.-24. apríl stendur yfir Barnamenningarhátíð í Reykjavík. Á meðan á hátíðinni stendur geta börn boðið fullorðnum með sér á hvaða sýningu Listasafns Reykjavíkur sem er án endurgjalds. Það gildir um öll söfnin þrjú, Kjarvalsstaði, Ásmundarsafn og í Hafnarhús.