Viltu vera hluti af listrænu ferli og taka þátt í mótun nýs listaverks? Við munum skoða persónulega og sameiginlega sögu okkar og leita leiða til að túlka hana með list. Hvað hefur gerst í lífi okkar – líkamleg meiðsli, sálrænt áfall, samfélagslegt tráma? Hvaða áhrif hefur þetta á okkur í dag?