Sýningin Mannslíki eftir Ragnar Þórisson verður opnuð fimmtudaginn 16. mars kl. 17.00. Þetta er þrítugasta sýningin í D-salarröð Listasafns Reykjavíkur í Hafnarhúsi.
Sýningin Fantagóðir minjagripir eftir Önnu Hrund Másdóttur í D-sal Hafnarhússins hefur verið framlengd um eina viku. Sýningin er sú 29. í sýningarröðinni.
Menningarverðlaun DV fyrir árið 2016 verða veitt 15. mars næstkomandi. Í flokki myndlistar eru fimm sýningar tilnefndar og þar af þrjár sýningar sem settar voru upp í Listasafni Reykjavíkur.
Reykjavíkurborg hefur sett upp menningarmerki við Höfða til heiðurs myndlistarkonunni Louisu Matthíasdóttur. Louisa var fædd þann 20. febrúar árið 1917 og var merkið afhjúpað á 100 ára fæðingarafmæli listakonunnar.
Hátt í fimmþúsund gestir gerðu sér ferð í Listasafn Reykjavíkur á Safnanótt. Fjölmennast var í Hafnarhúsi við opnun sýningar Ilmar Stefánsdóttur, Panik.