Fréttir

Ásmundur Sveinsson og Þorvaldur Skúlason

Laugardaginn 29. október kl. 14 verður opnuð myndlistarsýningin Augans börn í Ásmundarsafni við Sigtún. Sýningin er samstarfsverkefni Listasafns Reykjavíkur og Listasafns Háskóla Íslands.

Nokkur nýleg verk í D-sal Hafnarhússins.

Sýningin Nokkur nýleg verk eftir Örn Alexander Ámundason opnar í D-sal Hafnarhússins fimmtudaginn 27. október kl. 17.

Sýningarstjóri er Yean Fee Quay.

Sýningin Kwitcherbellíakin, Future Fiction Summit og Turfiction eru hluti af OH listrannsóknarverkefni sem fer fram í porti, fjölnotarými og á bókasafni Hafnarhúss.

Sigurður Trausti Traustason og Markús Þór Andrésson

Sigurður Trausti hefur verið ráðinn deildarstjóri safneignar og rannsókna og Markús Þór deildarstjóri sýninga og miðlunar. Þeir hefja störf 1. janúar 2017. Í haust samþykkti menningar og ferðamálaráð nýtt innra skipurit Listasafns Reykjavíkur.

Yoko Ono málar málverk í Hafnarhúsi.

Húsfyllir og ríflega það var við opnun sýninganna YOKO ONO: EN SAGA ENN... og Erró: Stríð og friður í Hafnarhúsinu síðastliðið föstudagskvöld. Borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson, opnaði sýningarnar og safnstjóri Listasafns Reykjavíkur, Ólöf K.

Uppbrot í Ásmundarsafni.

Sunnudagurinn 16. október er síðasti sýningardagur tveggja sýninga í Listasafni Reykjavíkur. Annars vegar er um að ræða sýninguna Uppbrot í Ásmundarsafni og hinsvegar sýninguna Þetta er okkar fyrsta og síðasta verk í D-sal Hafnarhússins.

Halldór Björn Runólfsson, safnstjóri Listasafns Íslands, Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Hildigunni Birgisdóttur og Ólöf Kristín Sigurðardóttir, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur

Ólöf Kristín Sigurðardóttir, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur, veitti í kvöld Hildigunni Birgisdóttur verðlaunafé og viðurkenningu úr Listasjóði Guðmundu S. Kristinsdóttur, fyrir framlag hennar á sviði myndlistar.

Erró: Stríð og friður og YOKO ONO: EIN SAGA ENN... í Hafnarhúsi

Tvær sýningar verða opnaðar í Hafnarhúsi föstudaginn 7. október kl. 18-20, YOKO ONO: EIN SAGA ENN... og Erró: Stríð og friður. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri opnar sýningarnar. Sýningarnar tengjast friðarþema sem nú er ráðandi í safninu og víðar í borginni.

Tilurð Errós 1955-1964 í Hafnarhúsi

Sýningunni Tilurð Errós 1955-1964 lýkur í Hafnarhúsi fimmtudaginn 29. september. Sýningin spannar mótunarár listamannsins, margslungið og glæsilegt tímabil í list hans og evrópskri listasögu, þegar hann fyrstur listamanna skapar það sem nefnt hefur verið „samklippimálverk“.