Fréttir

Flóttamaðkarnir á Kjarvalsstöðum.

Listasafn Reykjavíkur býður börn á öllum aldri velkomin á Barnamenningarhátíð. Frumlegir og skemmtilegir viðburðir og námskeið í boði, þar á meðal spunaleikhús, teikninámskeið og listsmiðja fyrir frábæra únglínga.

Frítt inn á söfnin þrjú fyrir fullorðna í fylgd með börnum.

Samstarfsverkefnið Leitin að íslensku postulíni.

Sýningunni Dæmisögur - vöruhönnun á 21. öld á Kjarvalsstöðum lýkur sunnudaginn 23. apríl.

Listasafn Reykjavíkur - Hafnarhús, Kjarvalsstaðir og Ásmundarsafn, verður opið á sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 20. apríl. 

Opnunartímar:
Hafnarhús 10-22
Kjarvalsstaðir 10-17
Ásmundarsafn 13-17

Við hlökkum til að sjá ykkur - gleðilegt sumar! 

Fjallamjólk eftir Jóhannes S. Kjarval, 1941.

Eitt kunnasta verk Jóhannesar S. Kjarvals, Fjallamjólk, er nú sýnt á Kjarvalsstöðum. Verkið er í eigu Listasafns ASÍ sem hefur góðfúslega lánað það á sýningu á Kjarvalsstöðum.

Ragnar Kjartansson, To Music / Til tónlistarinnar

Sýningin Guð, hvað mér líður illa stendur frá 3. júní–24. sept 2017. Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús verður undirlagt verkum eftir listamanninn Ragnar Kjartansson.

Listasafn Reykjavíkur er opið alla páskana að undanskildum páskadegi, sunnudeginum 16. apríl.

Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.

Friðarsúlan í Viðey mun lýsa upp kvöldhimininn á jafndægri á vori, dagana 20. mars til 27. mars. 20. mars 2017 eru liðin 48 ár síðan listakonan Yoko Ono giftist John Lennon árið 1969. Ono og Lennon vörðu hveitibrauðsdögum sínum í hjónarúminu í mótmælaskyni við stríðið í Víetnam.

Myndlistakonan Hildur Bjarnadóttir tók við menningarverðlaunum DV í flokki myndlistar fyrir árið 2016 í Iðnó, miðvikudaginn 15. mars. Listasafn Reykjavíkur óskar Hildi hjartanlega til hamingju!

Hönnuðirnir Hjalti Karlsson, Jan Wilker, Sandra Shizuka og Ármann Agnarsson hjá KarlssonWilker eru tilnefnd til FÍT verðlaunanna í flokki Menningar- og viðburðarmörkunar fyrir hönnun sína á nýju útliti fyrir Listasafn Reykjavíkur.