Hvernig búum við til tæki og kerfi til að flokka fólk eftir samfélagstöðu? Berglind Jóna Hlynsdóttir (f. 1979) opnar sýninguna Class Divider í D-sal Hafnarhússins, Listasafni Reykjavíkur, fimmtudaginn 3. mars kl. 17.
Listasafn Reykjavíkur býður fjölskyldum upp á fjölbreytta dagskrá í vetrarfríinu sem hefst næsta fimmtudag. Leiðsagnir um yfirstandandi sýningar, spennandi vinnusmiðjur og skapandi námskeið fyrir börn og fullorðna. Frítt er inn á safnið fyrir fullorðna í fylgd með börnum á fimmtudag og föstudag.
Í tilefni af vetrarfríi í grunnskólum Reykjavíkur 25. og 26. febrúar býður Listasafn Reykjavíkur upp á námskeið, leiðsagnir og vinnusmiðjur fyrir börn og fjölskyldur þeirra.
Áslaug Guðrúnardóttir hefur tekið við af Berghildi Erlu Bernharðsdóttur sem kynningar- og markaðsstjóri Listasafns Reykjavíkur. Áslaug starfaði sem fréttamaður á Fréttastofu RÚV 2004-2015. Áslaug er með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík og BA próf í heimspeki frá Háskóla Íslands.
Listamaðurinn Michael Joaquin Grey (f. 1961) sem tekur þátt í sýningunni Aftur í sandkassann fremur táknrænan gjörning á Þingvöllum í dag kl. 11.45 sem nefnist Þúsund sítrustré á Þingvöllum.