Fréttir

Sýningaropnun, gjörningur og opnunarhóf RIFF

Sýning Pierre Coulibeuf, Tvöföldun, verður opnuð í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi fimmtudag 28. september kl. 20.00. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, opnar sýninguna. Við sama tækifæri verður Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, sett í Hafnarhúsinu.
 

Listin talar tungum á Kjarvalsstöðum

Í vetur býður Listasafn Reykjavíkur upp á vikulega myndlistarleiðsögn á ýmsum tungumálum í samstarfi við Móðurmál – samtök um tvítyngi.

Síðustu sýningardagar á Guð, hvað mér líður illa eftir Ragnar Kjartansson í Hafnarhúsi.

Nú eru síðustu forvöð að sjá sýningu Ragnars Kjartanssonar, Guð, hvað mér líður illa, í Hafnarhúsi en henni lýkur sunnudaginn 24. september. Sýningin er fyrsta safnsýning Ragnars á heimavelli eftir sigurför á erlendri grundu á undanförnum árum.

Ráðstefna: Persónusaga/Þjóðarsaga?

Listasafn Reykjavíkur efnir til ráðstefnu um einstaklingssöfn í opinberri vörslu undir yfirskriftinni Persónusaga – Þjóðarsaga?

Louisa Matthíasdóttir: Kyrrð á Kjarvalsstöðum.

Sýningunni Kyrrð, með verkum listakonunnar Louisu Matthíasdóttur (1917-2000), lýkur sunnudaginn 17. september á Kjarvalsstöðum. Á sýningunni gefst kærkomið tækifæri gefst til að fá yfirsýn yfir feril listakonu sem á einstakan hátt hefur túlkað íslenskt landslag.

Þriðji og síðasti gjörningur Ragnars Kjartanssonar, á sýningunni Guð, hvað mér líður illa hefst laugardaginn 9. september kl. 10.

Stúlkurnar sem hafa tekið þátt á gjörningnum Kona í e-moll á sýningunni Guð, hvað mér líður illa eftir Ragnar Kjartansson í Hafnarhúsi. Ljósmynd: Sunna Axels.

Nú fer hver að verða síðastur að sjá gjörninginn Kona í e-moll á sýningunni Guð, hvað mér líður illa eftir Ragnar Kjartansson í Hafnarhúsi. Gjörningurinn er annar í röðinni af þremur gjörningum sýningarinnar. Honum lýkur sunnudaginn 3. september.

Myndlistargagnrýni í Morgunblaðinu 24.08.2017

„Gott flæði er á milli verkanna og sýningin er í senn aðgengileg, falleg fyrir augað og hreyfir við fólki eins og listamaðurinn lagði ávallt áherslu á. Hér gefst kjörið tækifæri til að kynna sér feril [Ásmundar Sveinssonar] eins af okkar helstu brautryðjendum á sviði höggmyndalistar."

Kaffihúsið á Kjarvalsstöðum. Ljósmynd: Hildur Inga Björnsdóttir.

Marentza Poulsen og starfsfólk hennar tekur brosandi á móti gestum á kaffihúsinu á Kjarvalsstöðum sem hefur verið opnað á ný eftir viðamiklar endurbætur.