Fréttir

Anna Hallin, Rek, 2015.

Sýningarnar Stór-Ísland og Garður verða opnaðar í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi föstudag 13. október kl. 20.00. Arna Schram, sviðsstjóri Menningar- og ferðamálasviðs opnar sýningarnar. 

Ólöf Kristín Sigurðardóttir, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur, Elín Hansdóttir, myndlistarskona, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og Ari Trausti Guðmundsson, bróðir Errós. Ljósmynd: Hildur Inga Björnsdóttir. 

Elín Hansdóttir myndlistarkona er handhafi viðurkenningar úr Listasjóði Guðmundu S. Kristinsdóttur 2017. Borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson, afhenti Elínu viðurkenninguna í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi í dag, ásamt því að opna sýningu á verkum Errós í safninu. 

Listasafn Reykjavíkur í samstarfi við rekstraraðila kaffistofunnar á Kjarvalsstöðum, Marentzu Paulsen, efnir til samkeppni um nafn á kaffistofunni.

Glæsileg verðlaun í boði fyrir bestu tillöguna: Tíu þúsund króna úttekt á kaffistofunni og tvö árskort í Listasafn Reykjavíkur.

Science-Fiction Scape, 1992, olíualkýð á striga.

Borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson opnar sýningu á verkum Errós, Því meira, því fegurra, í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi, laugardag 7. október kl. 14.00.

Anna Líndal: Leiðangur á Kjarvalsstöðum

Yfirlitssýning á verkum myndlistarkonunnar Önnu Líndal, Leiðangur, verður opnuð í Listasafni Reykjavíkur – Kjarvalsstöðum, laugardag 30. september kl. 16.00.

Sýningaropnun, gjörningur og opnunarhóf RIFF

Sýning Pierre Coulibeuf, Tvöföldun, verður opnuð í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi fimmtudag 28. september kl. 20.00. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, opnar sýninguna. Við sama tækifæri verður Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, sett í Hafnarhúsinu.
 

Listin talar tungum á Kjarvalsstöðum

Í vetur býður Listasafn Reykjavíkur upp á vikulega myndlistarleiðsögn á ýmsum tungumálum í samstarfi við Móðurmál – samtök um tvítyngi.

Síðustu sýningardagar á Guð, hvað mér líður illa eftir Ragnar Kjartansson í Hafnarhúsi.

Nú eru síðustu forvöð að sjá sýningu Ragnars Kjartanssonar, Guð, hvað mér líður illa, í Hafnarhúsi en henni lýkur sunnudaginn 24. september. Sýningin er fyrsta safnsýning Ragnars á heimavelli eftir sigurför á erlendri grundu á undanförnum árum.