Fréttir

POPUP VERZLUN heldur sinn árlega JÓLAMARKAР
í porti Listasafns Reykjavíkur - Hafnarhúsinu, laugardaginn 10 desember.

Hönnuðir og myndlistarfólk koma saman á skemmtilegum markaði þar sem ógrynni af fallegum og vönduðum vörum og listaverkum af ýmsum toga verða til sölu. 

Peggý Ólöf Helgason og Guðni Th. Jóhannesson

Peggý Ólöf Helgason tók við Kærleikskúlunni í ár úr hendi forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessonar við hátíðlega athöfn á Kjarvalsstöðum. Myndlistarmaðurinn Sigurður Árni Sigurðsson, á heiðurinn að fjórtándu Kærleikskúlunni sem hann nefnir Sýn.

Jólavættirnar 2016

Allar jólavættir Reykjavíkurborgar verða búnar að koma sér fyrir í Listasafni Reykjavíkur, bæði í Hafnarhúsi og á Kjarvalsstöðum, föstudaginn 2. desember. Þær munu gleðja gesti safnsins allan mánuðinn og fram til 6. janúar 2017.

Kaffi og matstofa Frú Laugu. Ljósmynd: Hildur Inga Björnsdóttir.

Kaffi og matstofa Frú Laugu býður upp á úrval hollra og ljúffengra rétta úr gæðahráefni. Yfir jólin má meðal annars gæða sér á jólalagtertu að hætti Frú Laugu og sérlöguðu, krydduðu og heitu súkkulaði eða jólaglöggi.

Listasafn Reykjavíkur er opið alla daga yfir jól og áramót að undanskildum aðfangadegi og jóladegi.

Opnunartími er breytilegur en hann er sem hér segir:

Hafnarhús
Opið 26. des.: 13–17
Opið 31. des.: 10–14
Opið 1. jan.: 13–17
Lokað 24 og 25. des.

Kjarvalsstaðir

Gerður var góður rómur að barnaleiksýningunni Hvítt í Hafnarhúsinu um síðustu helgi. Allur ágóði rann til barna í Sýrlandi á vegum UNICEF. Aðeins eru örfáar sýningar á þessu fallega leikriti sem sérsniðið er að þörfum yngstu barnanna, barna á leikskólaaldri.

Iceland Airwaves 2016

Hafnarhúsið iðar af tónlist á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves, fimmtudaginn 3. nóvember og föstudaginn 4. nóvember.

Ásmundur Sveinsson og Þorvaldur Skúlason

Laugardaginn 29. október kl. 14 verður opnuð myndlistarsýningin Augans börn í Ásmundarsafni við Sigtún. Sýningin er samstarfsverkefni Listasafns Reykjavíkur og Listasafns Háskóla Íslands.

Nokkur nýleg verk í D-sal Hafnarhússins.

Sýningin Nokkur nýleg verk eftir Örn Alexander Ámundason opnar í D-sal Hafnarhússins fimmtudaginn 27. október kl. 17.

Sýningarstjóri er Yean Fee Quay.