Fréttir

Egil Sæbjörnsson og Kærleikskúla ársins 2017.

Ūgh & Bõögâr eftir Egil Sæbjörnsson er Kærleikskúla ársins 2017. Þetta er í fimmtánda sinn sem Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra selur Kærleikskúluna. Allur ágóði af sölunni rennur til sumar- og helgarbúða fyrir fötluð börn og ungmenni í Reykjadal. 

Hreinn Friðfinnsson, Composition, 2016.

Efnisheimurinn er viðfangsefni nokkurra valinna verka úr safneign Listasafns Reykjavíkur. Náttúrufyrirbæri, manngerðir hlutir og ýmisskonar efni liggja til grundvallar með tilliti til eiginleika, eðlis, merkingar og gildis.

Ásmundur Sveinsson: Innrás í Ásmundarsafni.

Á yfirstandandi sýningu í Ásmundarsafni, List fyrir fólkið, hefur nú verið bætt við tveimur sýningarborðum með verkum Ásmundar Sveinssonar (1893-1982) þar sem innblástur Carls Milles (1875-1955), lærimeistara Ásmundar á námsárunum í Svíþjóð, skín í gegn.

Pierre Coulibeuf: Tvöföldun í Hafnarhúsi.

Nú eru síðustu forvöð að sjá sýninguna Tvöföldun í Hafnarhúsi en síðasti sýningardagur er sunnudagur 12. nóvember.

Onita Wass @Millesgården

Listasafn Reykjavíkur efnir til ráðstefnu á Kjarvalsstöðum þann16. nóvember um einstaklingssöfn í opinberri vörslu undir yfirskriftinni Persónusaga – Þjóðarsaga?

Vegglistaverk eftir Elínu Hansdóttur myndlistarmann á norðurhlið Réttarholtsskóla við Réttarholtsveg.

Stórt vegglistaverk eftir Elínu Hansdóttur myndlistarmann er að fæðast á norðurhlið Réttarholtsskóla við Réttarholtsveg. Gert er ráð fyrir að verkið verði tilbúið í þessari viku.

Hönnunarstofan karlssonwilker hefur verið tilnefnd til Beazley hönnunarverðlaunanna fyrir nýtt útlit Listasafns Reykjavíkur. Það er hið virta Design Museum í London sem stendur fyrir verðlaununum í tíunda sinn, en á morgun, 18. október, opnar sýning í safninu á tilnefningunum.

Það verður mikið um að vera hjá Listasafni Reykjavíkur í haustfríi  grunnskóla borgarinnar frá 19.–23. október. Boðið verður upp á skemmtilega dagskrá á meðan á fríinu stendur, auk þess sem fullorðnir í fylgd með börnum fá frítt inn.

Borgarráð samþykkti í gær tillögu um viðbótarframlag til Listasafns Reykjavíkur upp á 8,5 milljónir króna vegna nýrra verklagsreglna safnsins um greiðslur til myndlistarmanna. Verklagsreglurnar taka gildi um áramót. Upphæðin tekur mið af þeim sýningum sem fyrirhugaðar eru á næsta ári.