Fréttir

Listasafn Reykjavíkur auglýsir lausar til umsóknar tvær stöður verkefnastjóra í deild sýninga og miðlunar. Um er að ræða störf í 50-100% starfshlutfalli.

Átta listamenn valdir til þátttöku í samkeppni um útilistaverk í Vogabyggð 

Átta listamenn og listamannahópar hafa verið valdir til þátttöku í samkeppni um útilistaverk í Vogabyggð í Reykjavík. Það eru listamannahópurinn A Kassen, Alicja Kwade, Carl Boutard, Elín Hansdóttir, Finnbogi Pétursson, Karin Sander, Rósa Gísladóttir og Tomás Saraceno.

Á annað hundrað vilja gera listaverk í Vogabyggð

Þátttaka fór fram úr björtustu vonum en 165 myndlistarmenn lýstu yfir áhuga á því að vinna útilistaverk í Vogabyggð í Reykjavík í samkeppni sem Reykjavíkurborg hleypti af stokkunum í apríl.

Síðasta sýningarhelgi á Kjarval: Líðandin – la durée á Kjarvalsstöðum

Síðasti dagur sýningarinnar Kjarval: Líðandin – la durée á Kjarvalsstöðum er sunnudagurinn 29. apríl.

Sumarnámskeið fyrir börn

Skráning er hafin á árleg sumarnámskeið Listasafns Reykjavíkur. Boðið er upp á tvenns konar námskeið, annars vegar listmálun fyrir krakka á aldrinum 10-12 ára sem haldið verður á Kjarvalsstöðum og hins vegar skúlptúrnámskeið fyrir krakka á aldrinum 6-9 ára, haldið í Ásmundarsafni. 

Sýningaropnun: Innrás II – Hrafnhildur Arnardóttir / Shoplifter

Sýningin Innrás II eftir Hrafnhildi Arnardóttur / Shoplifter verður opnuð í Listasafni Reykjavíkur – Ásmundarsafni, laugardag 21. apríl kl. 16.00.

Fjölbreyttir viðburðir á Barnamenningarhátíð.

Barnamenningarhátíð í Reykjavík fer fram dagana 17.-22. apríl. Listasafn Reykjavíkur tekur þátt í hátíðinni nú sem endranær og er af nógu að taka fyrir börn og fjölskyldur þeirra.