Fréttir

Síðustu dagar sýningarinnar Innrás II í Ásmundarsafni

Innrás Hrafnhildar Arnardóttur / Shoplifter á sýningunni List fyrir fólkið í Ásmundarsafni lýkur sunnudaginn 12. ágúst.

Hrafnhildur glæðir sýninguna skemmtilegu lífi með því að hylja verk Ásmundar, sveipa þau dýrðarljóma og bæta við þau eigin skúlptúrum. 

Frá sýningunni D1 Birta Guðjónsdóttir í Hafnarhúsi 2007.

Listasafn Reykjavíkur auglýsir eftir umsóknum listamanna til að sýna í D-sal Hafnarhússins árið 2019.

Theaster Gates stendur fyrir miðju myndarinnar.

Listasafn Reykjavíkur og Nasher Sculpture Center kynna samtal listamannanna Ragnars Kjartanssonar og Theaster Gates. Listamennirnir ræða um listsköpun sína í tengslum við gjörninga.

Aldís Snorradóttir og Ingibjörg Hannesdóttir.

Aldís Snorradóttir og Ingibjörg Hannesdóttir hafa verið ráðnar verkefnastjórar í deild sýninga og miðlunar í Listasafni Reykjavíkur. 

Nú stendur yfir sýningin On Landscapes á tvíæringi málaralistar í þremur listasöfnum á Vestur-Flæmingjalandi skammt frá Brussel í Belgíu. Listasafn Reykjavíkur lánaði fjögur verk eftir Jóhannes S. Kjarval og eitt eftir Júlíönu Sveinsdóttur á sýninguna.

Listamenn skoða umhverfi Vogabyggðar

Listamennirnir sem valdir voru til þátttöku í samkeppni um gerð útilistaverks eða verka í Vogabyggð skoðuðu í gær svæðið þar sem hverfið mun rísa ásamt Ólöfu Kristínu Sigurðardóttur, safnstjóra Listsafns Reykjavíkur, og fleirum.

Kvöldgöngur í Reykjavík

Borgarbókasafnið, Borgarsögusafn Reykjavíkur og Listasafn Reykjavíkur bjóða upp á kvöldgöngur með leiðsögn fimmtudagskvöld í  júlí og ágúst. Ókeypis aðgangur.
 

Dagskrá sumarsins 2018

Klúbbur Listahátíðar og Partí & kjaftæði

Í tilefni af Listahátíð í Reykjavík er sýningin Einskismannsland – Ríkir þar fegurðin ein? í Hafnarhúsi opin kl. 10-22.00 alla daga til 16. júní.

Sýningaropnun: Einskismannsland: Ríkir þar fegurðin ein?

Fjöldi valinkunnra íslenskra myndlistarmanna á verk á sýningunni Einskismannsland  Ríkir þar fegurðin ein? sem er viðamesta sýning safnsins á yfirstandandi sýningarári. Hún verður opnuð í Listasafni Reykjavíkur á Kjarvalsstöðum laugardaginn 2. júní kl.