Fréttir

Sunnudagurinn 22. janúar er síðasti dagur sýningarinnar Stríð og friður eftir Erró í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi. Af því tilefni verður leiðsögn um sýninguna kl. 14.00 þann sama dag. 

Hefur þú áhuga á að bjóða gestum og gangandi upp á hollar og léttar kaffiveitingar í skemmtilegu umhverfi á Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi?

Starfsfólk óskast á lítið kaffihús, Frú Laugu, í miðborginni.

Listasafn Reykjavíkur auglýsir eftir tæknifólki til að hafa umsjón með þremur safnhúsum Listasafns Reykjavíkur og sinna fjölbreyttum tæknimálum húsa og viðburða.
Um er að ræða tvær 60% stöður, unnið er á vöktum í sex daga og frí í átta daga.

Tvær sýningar verða opnaðar í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi, fimmtudaginn 12. janúar kl. 17.00. Hrina: Vídeóverk úr safneign og sýningin Fantagóðir minjagripir í D-sal eftir Önnu Hrund Másdóttur.

HRINA – leikur, gjörningur, skráning og frásögn

Listasafn Reykjavíkur er opið alla daga yfir jól og áramót að undanskildum aðfangadegi og jóladegi.

Opnunartími er breytilegur en hann er sem hér segir:

Hafnarhús
Opið 26. des.: 13–17
Opið 31. des.: 10–14
Opið 1. jan.: 13–17
Lokað 24 og 25. des.

Kjarvalsstaðir

Friðarsúlan í Viðey.

Kveikt verður á Friðarsúlunni í Viðey í kvöld, miðvikudag 21. desember,  og munu ljósgeislar hennar lýsa upp kvöldhimininn fram til nýárs.

Richard Mosse: Hólmlendan í Hafnarhúsi.

Sunnudagurinn 1. janúar 2017 er síðasti sýningardagur tveggja sýninga í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi. Annars vegar er um að ræða sýninguna Hólmlendan eftir Richard Mosse og hins vegar sýninguna Nokkur nýleg verk eftir Örn Alexander Ámundason í D-sal.

Kaffi og matstofa Frú Laugu býður upp á úrval hollra og ljúffengra rétta úr gæðahráefni. Yfir jólin má meðal annars gæða sér á jólalagtertu að hætti Frú Laugu og sérlöguðu, krydduðu og heitu súkkulaði eða jólaglöggi.

Hluti hópsins

Fjöldi myndlistarkvenna kom saman á Hótel Marina 13. desember 2016 til þess að fagna útkomu bæklings um sýninguna Kvennatími - Hér og nú þrjátíu árum síðar. Sýningin var á Kjarvalsstöðum árið 2015 og tóku á þriðja tug kvenna þátt.