Sunnudagurinn 22. janúar er síðasti dagur sýningarinnar Stríð og friður eftir Erró í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi. Af því tilefni verður leiðsögn um sýninguna kl. 14.00 þann sama dag.
Listasafn Reykjavíkur auglýsir eftir tæknifólki til að hafa umsjón með þremur safnhúsum Listasafns Reykjavíkur og sinna fjölbreyttum tæknimálum húsa og viðburða. Um er að ræða tvær 60% stöður, unnið er á vöktum í sex daga og frí í átta daga.
Tvær sýningar verða opnaðar í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi, fimmtudaginn 12. janúar kl. 17.00. Hrina: Vídeóverk úr safneign og sýningin Fantagóðir minjagripir í D-sal eftir Önnu Hrund Másdóttur.
Sunnudagurinn 1. janúar 2017 er síðasti sýningardagur tveggja sýninga í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi. Annars vegar er um að ræða sýninguna Hólmlendan eftir Richard Mosse og hins vegar sýninguna Nokkur nýleg verk eftir Örn Alexander Ámundason í D-sal.
Kaffi og matstofa Frú Laugu býður upp á úrval hollra og ljúffengra rétta úr gæðahráefni. Yfir jólin má meðal annars gæða sér á jólalagtertu að hætti Frú Laugu og sérlöguðu, krydduðu og heitu súkkulaði eða jólaglöggi.
Fjöldi myndlistarkvenna kom saman á Hótel Marina 13. desember 2016 til þess að fagna útkomu bæklings um sýninguna Kvennatími - Hér og nú þrjátíu árum síðar. Sýningin var á Kjarvalsstöðum árið 2015 og tóku á þriðja tug kvenna þátt.