Fréttir

Non plus ultra: Sýningarlok

Síðasti dagur sýningarinnar Non plus ultra eftir Steinunni Önnudóttur í Listasafni Reykjavíkur, D-sal Hafnarhúsi, lýkur sunnudaginn 12. maí.

Listaverk vikunnar: Móðir og barn

Listaverk vikunnar er Móðir og barn frá 1979 eftir Tove Ólafsson í tilefni af mæðradeginum 12. maí. Verkið er staðsett við Kvennadeild Landspítalans.

Listaverk vikunnar: Frumskógardrottningin

Listaverk vikunnar er Frumskógardrottningin eftir Erró frá 2015 sem er veggmynd á Íþróttamiðstöðinni Austurberg í Breiðholti.

Ólöf Kristín Sigurðardóttir, Erró, Hulda Rós Guðnadóttir og Dagur B. Eggertsson.

Handhafi Guðmunduverðlaunanna í ár er Hulda Rós Guðnadóttir. Þetta var tilkynnt við opnun nýrrar sýningar á verkum Errós, Heimsferð Maós í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi nú síðdegis.

Sýningaropnun − Erró: Heimsferð Maós

Heimsferð Maós er heiti nýrrar sýningar á verkum Errós sem verður opnuð miðvikudaginn 1. maí, á verkalýðsdaginn í  Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi. Sýningin verður opnuð klukkan 17. Erró verður viðstaddur opnunina og mun við sama tækifæri afhenda styrk úr listasjóði Guðmundu S.

Listaverk vikunnar: Fyssa

Fjórða listaverk vikunnar er Fyssa eftir Rúrí frá 1995. Verkið er staðsett í Grasagarðinum og verður gangsett á sumardaginn fyrsta, fimmtudag 25. apríl kl. 13.00.

Listaverk vikunnr: Útlagar

Þriðja listaverk vikunnar er Útlagar eftir Einar Jónsson við Hólavallakirkjugarð.

Einar Jónsson myndhöggvari var einn þeirra listamanna sem í byrjun 20. aldar lögðu grunn að nútímamyndlist hér á landi og sá fyrsti sem gerði höggmyndalist að aðalstarfi.

Sýningalok: ...lífgjafi stórra vona og Svart og hvítt

Sýningunni Svart og hvítt með verkum Errós í Hafnarhúsi lýkur þriðjudaginn 22.

Frá sýningunni D36 Steinunn Önnudóttir: Non plus ultra í Hafnarhúsi.

Listasafn Reykjavíkur er lokað á páskadag, aðra daga er opið samkvæmt venju. 

Gleðilega páska!