Fréttir

2 fyrir 1 fyrir Menningarkortshafa

Handhöfum Menningarkorts Reykjavíkur býðst að bjóða með sér gesti í Listasafn Reykjavíkur í desember.

Kærleikskúlan 2020 – ÞÖGN eftir Finnboga Pétursson

ÞÖGN eftir Finnboga Pétursson er Kærleikskúla ársins 2020. Þetta er í átjánda sinn sem Kærleikskúlan kemur út en markmið með sölu hennar er að auðga líf fatlaðra barna og ungmenna. Allur ágóði af sölunni rennur til sumarbúða Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra í Reykjadal.

Snjallforrit Listasafns Reykjavíkur: Ný leiðsögn um Bertel Thorvaldsen

Nýrri hljóðleiðsögn hefur verið bætt inn í smáforrit Listasafn Reykjavíkur þar sem sagt er frá dansk-íslenska listamanninum Bertel Thorvaldsen og verkum eftir hann sem finna má í miðbæ Reykjavíkur.

Hanna vörur í anda Ásmundar Sveinssonar

Fimm vöruhönnuðir hafa undirritað samstarfssaminga við Listasafn Reykjavíkur um hönnun á vörum til sölu í safnverslun Ásmundarsafns í anda Ásmundar Sveinssonar myndhöggvara. 

Ný sýning á Kjarvalsstöðum: ÓraVídd

Ný yfirlitssýning á verkum Sigurðar Árna Sigurðssonar myndlistarmanns, ÓraVídd, hefur verið sett upp á Kjarvalsstöðum.

Listasafn Reykjavíkur opið á ný

Við bjóðum gesti velkomna á Kjarvalsstaði og í Hafnarhús frá og með morgundeginum. Opnunartími er óbreyttur en tíu gestir geta verið í safnhúsunum í einu. Ásmundarsafn er lokað vegna breytinga.

Óskatré í Kringlunni

Óskatré hefur verið komið fyrir í Kringlunni og hægt er að senda óskir rafrænt í gegnum hlekkinn HÉR
 

Óskatré Yoko Ono. Ljósmynd: Erik Hirt.

Óskatré (e. Wish Tree) er listaverk eftir Yoko Ono frá árinu 1996, nátengt Friðarsúlunni. Verkið er sett upp árlega á völdum stöðum í Reykjavík í tengslum við tendrum Friðarúlunnar. 

Útilistaverkið Fyssa eftir Rúrí

Útilistaverkið Fyssa eftir Rúrí hefur glatt gesti og gangandi í Laugardalnum í sumar. Nú líður að vetrardvala verksins og verður því slökkt á Fyssu á föstudaginn, daginn fyrir fyrsta vetrardag 24. október.