Ugla, Án ártals
Ugla ber skýr höfundareinkenni Ásmundar með massífu formi. Í verkum hans má oftast finna skýra vísun í náttúru, sögu eða bókmenntir. Uglan var eitt af kennitáknum viskugyðjunnar Aþenu í grískri goðafræði. Ugla Ásmundar er að viða að sér þekkingu með bóklestri.