Verslun

Ásmundur Sveinsson, Maður og kona

 

Maður og kona, 1941

Þegar skyggnst er undir yfirborðið í höggmyndum Ásmundar leynist þar oft heit glóð, persónuleg tjáning á djúpum tilfinningum og sterkum kenndum. Í verkum frá þessum tíma mótar Ásmundur gjarnan eftirminnilega drauma og minningar um ást og næmni. Mannleg form hafa samskipti, segja sögur sem tjá djúpstæðan skilning listamannsins á sambandi karls og konu og sýna einnig ótrúlega hæfileika hans í að tjá sig í gegnum form.

  • Upplag: 200 (númeruð)
  • Stærð: Hæð um 27cm, breidd um 18 cm, dýpt 18 cm
  • Þyngd: Um 4.800 g
  • Efni: Gifs
  • Brothætt! Einungis hægt að sækja
  • Vinsamlegast hafið samband við verslunina til að fá frekari upplýsingar

Þér gæti einnig líkað við