Maður og kona, 1941
Þegar skyggnst er undir yfirborðið í höggmyndum Ásmundar leynist þar oft heit glóð, persónuleg tjáning á djúpum tilfinningum og sterkum kenndum. Í verkum frá þessum tíma mótar Ásmundur gjarnan eftirminnilega drauma og minningar um ást og næmni. Mannleg form hafa samskipti, segja sögur sem tjá djúpstæðan skilning listamannsins á sambandi karls og konu og sýna einnig ótrúlega hæfileika hans í að tjá sig í gegnum form.