Dýrkun, 1940
Allnokkur verk Ásmundar sýna tengsl móður og barns og er hlutverk móðurinnar áberandi. Konan var Ásmundi mikill innblástur og birtast ólíkar hliðar hennar í mörgum verka hans. Í Dýrkun birtist konan sem hin göfuga móðir sem umvefur barn sitt kærleika og vernd. Verkið er eitt af síðustu verkunum sem Ásmundur mótaði á heimili sínu við Freyjugötu í Reykjavík.