ÁSMUNDARPEYSAN
Ásmundarpeysan hefur verið seld í safnverslun Listasafns Reykjavíkur í Ásmundarsafni frá 2015. Til eru nokkrar ljósmyndir af Ásmundi Sveinssyni myndhöggvara í svartri og hvítri mynstraðri prjónapeysu. Ákveðið var að framleiða álíka peysu úr íslenskri ull. Sigurlaug Helga Emilsdóttir prjónakona tók upp mynstrið og Birgir Einarsson prjónameistari hannaði endanlegt útlit peysunnar. Peysan er framleidd af Varma fyrir safnverslunina.