Opnunartími um páska

Listasafn Reykjavíkur er opið alla páskahátíðina að páskadegi undanskildum.

Verslun

Babb

ISK 22,000

Babb

Babb er líflegur órói sem vísar til efnisheims Ásmundar Sveinssonar myndhöggvara og framþróunar hans sem listamanns. Ólík efni sem einkenna mismunandi tímabil í listsköpun hans dansa jafnvægisdans og lífga upp á tilveruna.

  • Hönnuður: Björn Steinar Blumenstein
  • Stærð: ca. 25 x 17 x 5 cm
  • Þyngd: ca. 335 g
  • Efni: Leir, brons, lerki, basalt, stál
  • Handgert af hönnuðinum á Íslandi
  • Brothætt

Ásmundur Sveinsson (1893-1982) var einn af frumkvöðlum íslenskrar höggmyndalistar. Listaverk hans endurspegla íslenska sagnahefð, samfélag og náttúru. Mörg verka hans eru hluti af almannarými og þekkt í borgarlandinu. Ásmundur var alla tíð þeirrar skoðunar að listin ætti að vera hluti af daglegu lífi fólks.

Þér gæti einnig líkað við