Verslun

Sleggja

Kemur aftur bráðlega!

Sleggja

Sleggja er kertastjaki innblásinn af verkinu Járnsmiðurinn sem Ásmundur Sveinsson myndhöggvari vann í Kaupmannahöfn árið 1936. Sleggja gefur notandanum tækifæri á að máta sig við verkið og setja sig í stellingar styttunnar sem fangar augnablikið þar sem járnsmiðurinn hallar sér fram á steðjann.

  • Hönnuður: Hanna Dís Whitehead
  • Stærð kertastjaka: ca. 12,5 x 5 x 5 cm 
  • Stærð kertis: ca. 37 x 4,5 x 3 cm
  • Samanlögð þyngd: ca. 1152 g
  • Efni: Jarðleir með glerungi
  • Kerti: Bývax frá kertagerð Sólheima
  • Látið kerti aldrei loga án eftirlits
  • Ekki láta kertið brenna alveg niður í stjakann
  • Þrífið kertastjakann með rökum klút

Ásmundur Sveinsson (1893-1982) var einn af frumkvöðlum íslenskrar höggmyndalistar. Listaverk hans endurspegla íslenska sagnahefð, samfélag og náttúru. Mörg verka hans eru hluti af almannarými og þekkt í borgarlandinu. Ásmundur var alla tíð þeirrar skoðunar að listin ætti að vera hluti af daglegu lífi fólks.

Þér gæti einnig líkað við