Sleggja
Sleggja er kertastjaki innblásinn af verkinu Járnsmiðurinn sem Ásmundur Sveinsson myndhöggvari vann í Kaupmannahöfn árið 1936. Sleggja gefur notandanum tækifæri á að máta sig við verkið og setja sig í stellingar styttunnar sem fangar augnablikið þar sem járnsmiðurinn hallar sér fram á steðjann.
Ásmundur Sveinsson (1893-1982) var einn af frumkvöðlum íslenskrar höggmyndalistar. Listaverk hans endurspegla íslenska sagnahefð, samfélag og náttúru. Mörg verka hans eru hluti af almannarými og þekkt í borgarlandinu. Ásmundur var alla tíð þeirrar skoðunar að listin ætti að vera hluti af daglegu lífi fólks.