Veldu ár

2021 (1)
2020 (21)
2019 (27)
2018 (19)
2017 (21)
2016 (18)
2015 (20)
2014 (19)
2013 (17)
2012 (17)
2011 (23)
2010 (26)
2009 (26)
2008 (24)
2007 (26)
2006 (14)
2005 (16)
2004 (24)
2003 (32)
2002 (18)
2001 (20)
2000 (19)
1999 (13)
1998 (11)
1997 (14)
1996 (17)
1995 (17)
1994 (17)
1993 (22)
1992 (27)
1991 (24)
1990 (24)
1989 (25)
1988 (38)
1987 (38)
1986 (26)
1985 (28)
1984 (34)
1983 (28)
1982 (30)
1981 (26)
1980 (27)
1979 (21)
1978 (23)
1977 (21)
1976 (24)
1975 (19)
1974 (11)
1973 (11)
21.05.2011
04.09.2011

Sjónarmið á mótum myndlistar og heimspeki

Sjónarhorn: Á mótum myndlistar og heimspeki er tilraunaverkefni í listheimspeki og sýningarstjórn. Undanfarið ár hafa átta heimspekingar, með náin tengsl við myndlist, setið á rökstólum við hugmyndaþróun sýningarinnar og birtist afrakstur þeirrar samvinnu hér. Markmiðið er að skapa aðstæður fyrir opna heimspekilega umræðu, en listaverkin eru valin á forsendum heimspekilegra spurninga sem þau vekja. Sýningin samanstendur af 84 verkum eftir rúmlega 60 listamenn og gefur hugmynd um fjölbreytni íslenskrar samtímalistar og hversu margvísleg viðfangsefni listheimspekinnar geta verið.

Sýningarskrá: 
Umfjöllun fjölmiðla pdf: 
PDF icon 25843151.pdf (429.4 KB)
PDF icon 25868422.pdf (463.86 KB)
Myndir frá opnun: 
Viðburðir tengdir sýningu: 
Sunnudag 22. maí kl. 14 – 16 Málþing: Sjónarmið - Á mótum myndlistar og heimspeki Á málþinginu, sem skipulagt er í tengslum við sýninguna Sjónarmið - Á mótum myndlistar og heimspeki, er tekið á tengslum heimspeki og myndlistar og spurningum um skörun þessara tveggja greina. Er hægt að segja að myndlist sé heimspekileg? Getum við greint heimspeki í myndlist eða þurfum við að líta á myndlist og heimspeki sem tvær aðskildar greinar, þar sem hvor hefur afmarkað viðfangsefni og ólíka nálgun? Þátttakendur eru Aðalheiður Lilja Guðmundsdóttir, Gunnar J. Árnason, Gunnar Harðarson, Hafþór Yngvason, Jón Proppé, Margrét Elísabet Ólafsdóttir, Oddný Eir Ævarsdóttir og Ólafur Gíslason. Málþingið fer fram á íslensku. Sunnudag 29. maí kl. 13 Hafnarhús – Sjónarmið - Á mótum myndlistar og heimspeki Heimspekileg listsmiðja fyrir börn og foreldra í umsjón Brynhildar Sigurðardóttur og Ingimars Ólafssonar Waage heimspekikennarar. Sunnudag 29. maí kl. 15 Hafnarhús – Sjónarmið - Á mótum myndlistar og heimspeki Sýningastjóraspjall - Oddný Eir Ævarsdóttir og Ólafur Gíslason ræða við gesti um sýninguna. Sunnudag 5. júní kl. 15 Hafnarhús – Sjónarmið - Á mótum myndlistar og heimspeki Sýningastjóraspjall – Gunnar Harðarson og Margrét Elísabet Ólafsdóttir ræða við gesti um sýninguna. Sunnudag 19.júní kl. 15 Hafnarhús – Sjónarmið - Á mótum myndlistar og heimspeki Sýningastjóraspjall - Gunnar J. Árnason og Jón Proppé ræða við gesti um sýninguna. Laugardag 6. ágúst kl. 14 Hafnarhús- Sjónarmið - Á mótum myndlistar og heimspeki Heimspekileg samræða um listaverk fyrir ungt fólk í umsjón Brynhildar Sigurðardóttur og Ingimars Ólafssonar Waage. Helgina 13.-14. ágúst Hafnarhús - Málþing: Sjónarmið - Á mótum myndlistar og heimspeki Umræður taka á tengslum heimspeki og myndlistar og velta upp spurningum um skörun þessa tveggja greina. Er hægt að segja að myndlist sé heimspekileg? Getum við lesið heimspeki í myndlist? Eða þurfum við að líta á myndlist og heimspeki sem tvær aðskildar greinar þar sem hvor er með sitt afmarkaða viðfangsefni og ólíka nálgun? Þátttakendur eru íslenskir og erlendir fræðimenn með bakgrunn í listheimsspeki. Sunnudag 28. ágúst kl. 15 Hafnarhús - Sjónarmið - Á mótum myndlistar og heimspeki Sýningastjóraspjall - Aðalheiður Lilja Guðmundsdóttir og Hafþór Yngvason ræða við gesti um sýninguna.

Smelltu á myndirnar til að skoða fleiri myndir á Instagram og póstaðu þínum eigin með því að merkja þær með #myllumerki sýningarinnar.
Mundu að fylgja Listasafni Reykjavíkur á @reykjavikartmuseum.