Rúrí

Rúrí

Rúrí er meðal áhrifamestu listamanna samtímans á Íslandi og þekkt fyrir fjölbreytt verk sem spanna gjörninga, skúlptúr, ljósmyndun, myndbönd og innsetningar. List hennar byggir á hugmyndafræði og rannsóknum sem tengjast afmörkuðum og knýjandi viðfangsefnum samtímans. Þó viðfangsefnin séu fjölbreytt, snúast þau gjarnan um manninn og samband hans við náttúruna, jörðina og alheiminn. Frá fyrstu róttæku verkum sínum á áttunda áratugnum og til dagsins í dag hefur Rúrí sýnt órofa skuldbindingu við pólitíska og heimspekilega umræðu. Hún hefur þróað einstakar leiðir til að sameina skynræna upplifun og gagnrýna hugsun. Verk hennar hafa ögrað ríkjandi hugmyndum og hvetja áhorfendur til umhugsunar.

Sýningar

Fjórir myndlistarmenn (nr.1)

Skoða

Ólga

Skoða

Afmælissýning Myndhöggvarafélagsins í Reykjavík - MHR 30

Skoða

Foss

Skoða

Sjónarmið á mótum myndlistar og heimspeki

Skoða

Sýning sýninganna, Ísland í Feneyjum í 50 ár

Skoða

Aðföng

Skoða

Með viljann að vopni - Endurlit 1970 -1980

Skoða
Ósk Vilhjálmsdóttir, Land undir fót (stilla), 2018.

Einskismannsland – Ríkir þar fegurðin ein?

Skoða
Abrakadabra – töfrar samtímalistar

Abrakadabra – töfrar samtímalistar

Skoða