Hallgrímur Helgason er fæddur í Reykjavík 1959. Hann nam stuttlega við MHÍ og Listaakademíuna í München en hefur starfað og sýnt sem myndlistarmaður frá árinu 1983. Hann hefur haldið yfir 30 einkasýningar heima og erlendis og tekið þátt í yfir 40 samsýningum víða um lönd. Árin 1985-89 var hann búsettur í Boston og New York og árin 1990-96 bjó hann í París. Málverk og teikningar hafa ætíð verið hans miðill og hefur hann á löngum ferli þróað sinn persónulega stíl sem jafnan hefur verið fígúratívur, en flakkað á milli realisma og fantasíu. Í tvo áratugi vann hann mikið með hliðarsjálf sitt, teiknimynda-karakterinn Grim. Verk hans eru meðal annars í eigu Metropolitan Museum of Art, New York, FRAC Poitou-Charentes í Angouleme, Frakklandi, Listasafns Reykjavíkur, Listasafns Íslands, Listasafns Háskólans, Listasafns Kópavogs og Listasafns Ísafjarðar. Árið 2021 hlaut Hallgrímur heiðursorðu Frakka fyrir menningarstörf, Officier de l'ordre des arts et des lettres.
Hallgrímur Helgason: Usli
SkoðaHelgi Þorgils Friðjónsson og Hallgrímur Helgason
SkoðaHallgrímur Helgason
SkoðaUM Ungir myndlistarmenn
SkoðaNýmálað II
SkoðaJór! Hestar í íslenskri myndlist
SkoðaAllt sem sýnist – Raunveruleiki á striga 1970-2020
SkoðaReykjavík í myndlist
SkoðaMyndlistarmenn framtíðarinnar
SkoðaSjálfsmyndir
Skoða