Kjarvalsstaðir
-
Á sýningunni eru portrett frá árunum 1986-1989 eftir Helga Þorgils Friðjónsson og Hallgrím Helgason. Sýningin er frá 6. til 21. janúar.
Helgi Þorgils Friðjónsson (fæddur 7. mars 1953 í Búðardal) er íslenskur myndlistarmaður. Hann ólst upp í Búðardal til fimmtán ára aldurs en fluttist þá til Reykjavíkur. Helgi stundaði nám við Myndlistar- og handíðaskóla Íslands 1971-1976. Að því loknu fór hann til Haag og var í námi í De Vrije akademíunni og árið eftir í Jan van Eyck akademíunni í Maastricht í Hollandi. Námi sínu þar lauk hann árið 1979 og kom heim í kjölfarið.
Hallgrímur Helgason (f. 18. febrúar, 1959 í Reykjavík) er íslenskur rithöfundur, málari, þýðandi, skopteiknari og greinahöfundur. Hann nam við Myndlista- og handíðaskólann veturinn 1979 - 1980 og Listaakademíuna í München 1981 - 1982.
Umfjöllun fjölmiðla PDF
Umfjöllun fjölmiðla
Listamenn
Boðskort