Kjarvalsstaðir
-
Hesturinn hefur verið viðfangsefni íslenskra myndlistamanna frá upphafi, annað hvort sem aðal viðfangsefni eða í aukahlutverki í landlagsmálverkum og mannamyndum. Á sýningunni Jór! (sem er gamalt nafn yfir hest) verða sýnd u.þ.b. 48 málverk og 10 skúlptúrar sem fjalla með ýmsum hætti um það hvernig íslenskir listamenn hafa túlkað tengsl manns og hests í rúma öld, eða frá 1900 til 2010.
Á sýningunni verða verk eftir alla helstu listamenn Íslendinga á þessu tímabili. Sýningunni verður skipt í þrjú þemu: Þarfasti þjónninn; um hversdagsleg samskipti manns og hests, Holdgaður stormur; um hestinn sem náttúru og Hestar með vængi ; hinn goðsagnalegi hestur.
Sýningarstjóri er Aðalsteinn Ingólfsson
Litbrigði hestsins: Hvað er litföróttur, vindóttur, moldóttur, móálóttur, bleikálóttur, fífilbleikur, leirljós, jarpur, rauður, brúnn, grár, skjóttur-, slettuskjóttur og hjálmskjóttur litur? Meginviðfangsefni opinnar og fræðandi listsmiðju sem sett er upp í tengslum við sýninguna, er litadýrð íslenskra hesta. Smiðjan er notuð sem innblástur í skapandi samvinnu foreldra og barna við skoðun á sýningunni..
Umfjöllun fjölmiðla PDF
Sýningarskrá
Sýningarstjóri/-ar
Aðalsteinn Ingólfsson
Umfjöllun fjölmiðla
Listamenn
Boðskort
Sýningarskrá JPG