Í myndlist sinni leitar Ragnar Kjartansson fanga í ólíkum listformum. Að þykjast og sviðsetja eru veigamiklir þættir í listrænni tilraun hans til að miðla tilfinningum af einlægni og veita áhorfendum ósvikna upplifun. Verk hans eru gáskafull um leið og þau eru harmræn.
Verk Ragnars hafa verið sýnd á nokkrum virtustu söfnum og hátíðum heims, svo sem í Louisiana Museum of Modern Art, Kunstmuseum Stuttgart, Metropolitan Museum of Art í New York, Barbican Art Gallery í London, Hirshhorn Museum and Sculpture Garden í Washington DC og Palais de Tokyo í París. Tvisvar hafa verk Ragnars verið sýnd á Feneyjatvíæringnum. Árið 2009 var hann fulltrúi Íslands og fjórum árum síðar vakti verk hans verðskuldaða athygli á aðalsýningu tvíæringsins. Ragnar er fæddur í Reykjavík árið 1976. Hann stundaði nám við Listaháskóla Íslands og Konunglegu akademíuna í Stokkhólmi.
Þín samsetta sjón - Úrvalsverk úr safneigninni 1970-2010
SkoðaDraumar um ægifegurð í íslenskri samtímalist
SkoðaSýning sýninganna, Ísland í Feneyjum í 50 ár
SkoðaNýmálað 1
SkoðaRagnar Kjartansson: Guð, hvað mér líður illa
SkoðaGjörningur: Kona í e-moll
SkoðaGjörningur: Taktu mig hérna við uppþvottavélina – minnisvarði um hjónaband
SkoðaGjörningur: Til tónlistarinnar eftir Ragnar Kjartansson
SkoðaEilíf endurkoma – Kjarval og samtíminn
SkoðaKjarval og samtíminn
Skoða