Veldu ár

2023 (15)
2022 (16)
2021 (21)
2020 (21)
2019 (27)
2018 (19)
2017 (21)
2016 (18)
2015 (20)
2014 (19)
2013 (17)
2012 (17)
2011 (22)
2010 (26)
2009 (25)
2008 (24)
2007 (26)
2006 (14)
2005 (16)
2004 (24)
2003 (32)
2002 (18)
2001 (20)
2000 (19)
1999 (13)
1998 (11)
1997 (14)
1996 (17)
1995 (17)
1994 (17)
1993 (22)
1992 (27)
1991 (24)
1990 (24)
1989 (25)
1988 (38)
1987 (38)
1986 (26)
1985 (28)
1984 (34)
1983 (28)
1982 (30)
1981 (26)
1980 (27)
1979 (21)
1978 (23)
1977 (21)
1976 (24)
1975 (19)
1974 (11)
1973 (11)
27.09.2021
09.01.2022

Kjarval og samtíminn

  • Jóhannes S. Kjarval, Esja 10. febrúar 1959.

Á sýningunni eru valin verk eftir listmálarann Jóhannes S. Kjarval (1885-1972) sem var frumkvöðull í myndlist hér á landi. Hann opnaði augu fólks fyrir umhverfi sínu með svo áhrifaríkum hætti að hann telst einn ástsælasti listamaður íslenskrar listasögu. Á sýningunni eru verk hans pöruð við verk samtímalistamanna þar sem finna má samhljóm hugmynda frá ólíkum tímum.

Sjá má beinar tilvísanir í verk Kjarvals í gegnum nálgun og vinnuaðferðir. Ráðandi myndefni Kjarvals var náttúran og landið. Fjallshlíðar, hraun og mosi eru listamönnunum innblástur. Tvennir tímar sýna ólíka nálgun við náttúruna, hvort sem hún er myndgerð, persónugerð eða liggur sem hugmyndalegur grunnur að verki. Staðir og dvölin í náttúrunni eru ýmist kjarni listaverksins eða sterkur áhrifavaldur í túlkun listamannanna. Landið talar til fólks á hverjum tíma og þörfin til þess að tjá þá reynslu á sinn hátt er endurnýjuð kynslóð fram af kynslóð. Verkin endurspegla fjölbreytta miðla, ólíkar stefnur og breyttan tíðaranda.

Kjarval skipar stóran sess í íslenskri menningar- og listasögu og hefur verið síðari kynslóðum listamanna fyrirmynd og innblástur. Persóna hans og lífsverk svífur yfir vötnum og er það ekki að ósekju. Hjá Listasafni Reykjavíkur - Kjarvalsstöðum eru verk Kjarvals varðveitt og rannsökuð. Valin verk hans eru alltaf til sýnis og  settar upp fjölbreyttar sýningar sem varpa ljósi á feril hans á breiðum grunni. Gjarnan eru dregin fram verk úr safneign eða sérsýningar haldnar þar sem afmarkaðir þættir í ferli hans og listsköpun eru rannsakaðir. Á þessari sýningu eru verk Kjarvals sett í samtal við yngri verk starfandi listamanna. Sýningin býður því upp á að kynnast enn betur einum merkasta listamanni þjóðarinnar en einnig verkum starfandi listamanna í fremsta flokki sem hafa sett mark sitt á íslenska og alþjóðlega myndlistarsenu. 

Smelltu á myndirnar til að skoða fleiri myndir á Instagram og póstaðu þínum eigin með því að merkja þær með #myllumerki sýningarinnar.
Mundu að fylgja Listasafni Reykjavíkur á @reykjavikartmuseum.

Viðburðir tengdir sýningu

Fimmtudagurinn langi – ókeypis frá 17-22.00
Hafnarhús, Kjarvalsstaðir
30. september 2021 - 17:00 til 22:00
Haustfrí grunnskólanna 2021
Kjarvalsstaðir, Ásmundarsafn
22. október 2021 - 10:00 til 26. október 2021 - 17:00
Fimmtudagurinn langi
Hafnarhús, Kjarvalsstaðir
28. október 2021 - 17:00 til 22:00
El arte habla idiomas: Visita guiada en español
Kjarvalsstaðir
31. október 2021 - 13:00