Flogið yfir Heklu

Flogið yfir Heklu

Flogið yfir Heklu

Kjarvalsstaðir

-

Á sýningunni verður fjallað um hin margslungnu tengsl manns og náttúru annars vegar og tengsl Kjarvals og íslensku þjóðarinnar hins vegar; með hvaða hætti sýn listamanna á landið endurspeglar tíðarandann og jafnvel pólitíska afstöðu á hverjum tíma. Kveikjuna að sýningunni má meðal annars finna í grein Halldórs Laxness um Kjarval í bók um listmálarann frá 1950, þar sem hann segir framfarir í tækni og samgöngum hafa haft áhrif á skilning okkar á umhverfinu.

Hekla hafi, í hugum fólks, breyst frá því að vera eldspúandi ógnvaldur, í að vera aðeins lítil hola þegar flogið er yfir hana. Á sýningunni getur að líta mismunandi myndir Heklu sem sýndar verða hlið við hlið.

Hekla í ferðabókum 19.aldar, Hekla Jóns Stefánssonar, Hekla Ómars Ragnarssonar og Hekla Haraldar Jónssonar, svo dæmi séu tekin. Einar fléttar saman við hinar mismunandi myndir fjallsins, myndum af öðru landslagi og sýnir okkur breytingar á tengslum þjóðarinnar við náttúruna..

Ítarefni

Umfjöllun fjölmiðla PDF

Sýningarskrá

Sýningarstjóri/-ar

Einar Garibaldi Eiríksson

Umfjöllun fjölmiðla

Listamenn

Boðskort

Sýningarskrá JPG