Safnið sem aldrei sefur

Sigurður Guðmundsson, Fjöruverk, 2002.

Safnið sem aldrei sefur

-

Safnhús Listasafns Reykjavíkur - Hafnarhús, Kjarvalsstaðir og Ásmundarsafn eru lokuð vegna samkomubanns. 
Á meðan miðlum við sýningum og safnkosti á heimasíðu og samfélagsmiðlum. 

Fyrir þá borgarbúa sem eru fráir á fæti er upplagt að ná sér í ókeypis snjallforrit Listasafns Reykjavíkur og kynnast betur öllum þeim listaverkum sem standa úti um alla borg, eins og til dæmis Fjöruverki eftir Sigurð Guðmundsson, sem er hér á myndinni. Verkið er við Sæbraut. 

Hér má finna leiðsagnir um sýningarnar Sol LeWitt og Kjarval: Að utan sem standa yfir í Hafnarhúsi og á Kjarvalsstöðum.  Fleiri leiðsagnir verða gerðar aðgengilegar innan skamms. 

Á hverjum virkum degi birtum við mynd og fjöllum um listaverk dagsins í miðlum safnsins, á heimasíðu, Facebook og Instagram. Fylgist með á #safniðísófann og #kvílist

Á Kjarvalsstöðum hefur verið sett upp sýningin Liðsmenn sem gangandi vegfarendur geta notið með því að horfa inn um glugga hússins.

Sýningin var sett upp sérstaklega með tilkomu samkomubannsins og þess að loka þurfti húsunum. 

Á miðlunarsíðu safnsins má finna allskonar fróðleik sem nýta má í leik og námi. Kennarar geta fundið ýmislegt efni þar sem nota má í fjarkennslu til dæmis. 

Safneignarsíðan er svo óþrjótandi uppspretta listaverka og fróðleiks, þar er að finna mörg þeirra verka sem safnið varðveitir og geta áhugasamir leikið sér að því að setja upp sína eigin sýningu. 

Skoða má alla sýningasögu Listasafns Reykjavíkur á vefsíðunni og fletta í gegnum ljósmyndir af öllum sýningunum, einnig þeim sem nú eru uppi í húsunum en enginn kemst til þess að skoða. 

Njótið vel!.