App um útilistaverk í Reykjavík
Listasafn Reykjavíkur gaf út appið Útilistaverk í Reykjavík (Reykjavík Art Walk) árið 2019, á ári útilistaverka í safninu, með upplýsingum um öll útilistaverk í Reykjavík sem eru um tvö hundruð talsins. Í appinu eru einnig hljóðleiðsagnir fyrir göngu- og hjólatúra og skemmtilegur leikur í þremur þyngdarstigum. Það er því tilvalið til skemmtunar og fróðleiks bæði inni og úti. Appið er bæði fyrir iphone og Android stýrikerfi og er bæði hægt að hlaða niður á íslensku og ensku.
Sæktu smáforritið hér fyrir iPhone eða Android stýrikerfi:
![]() | ![]() |